Brasilíski leikstjórnandinn Rivaldo hefur framlengt samning sinn við gríska liðið Olympiakos um eitt ár, en hann hefur verið í herbúðum liðsins síðan árið 2004. Liðið varð tvöfaldur meistari í fyrra og hefur góða forystu á toppi deildarinnar í ár. Forráðamenn félagsins líta á framlenginguna sem virðingarvott við besta leikmann í sögu félagsins. Rivaldo var kjörinn besti leikmaður heims árið 1999 þegar hann spilaði með Barcelona.
Rivaldo framlengir

Mest lesið






„Við erum ekki á góðum stað“
Íslenski boltinn

Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna
Enski boltinn


