Detroit vann 60. leikinn 5. apríl 2006 14:15 Antonio McDyess fyllti skarð Rasheed Wallace með sóma í nótt NordicPhotos/GettyImages Detroit Pistons varð í nótt fyrsta liðið í NBA til að vinna 60 leiki í vetur þegar liðið skellti New Orleans 101-93. Detroit var án Rasheed Wallace í leiknum en hann tók út leikbann fyrir tæknivillur. Detroit hafði fyrir leikinn notað sama byrjunarliðið í 73 fyrstu leikjum vetrarins, sem er met. Antonio McDyess lék vel í fjarveru Wallace og skoraði 26 stig og hirti 14 fráköst, en Chris Paul og David West skoruðu 24 stig hvor fyrir New Orleans. Cleveland valtaði yfir Philadelphia á útivelli 124-91. LeBron James skoraði 37 stig fyrir Cleveland en Allen Iverson var með 38 stig fyrir Philadelphia. Washington lagði New York 105-90. Jackie Butler skoraði 22 stig fyrir New York en Antawn Jamison og Caron Butler skoruðu 18 stig hvor fyrir Washington. Miami rúllaði yfir Milwaukee 115-89. Shaquille O´Neal skoraði 24 stig og hirti 10 fráköst fyrir Miami en Charlie Bell skoraði 29 stig fyrir Milwaukee. Boston lagði Toronto 124-120. Wally Szczerbiak og Paul Pierce skoruðu 22 stig fyrir Boston en Mo Peterson skoraði 32 stig fyrir Toronto. New Jersey vann 13. leik sinn í röð þegar liðið vann nauman sigur á Atlanta 96-94. Vince Carter skoraði 27 stig fyrir New Jersey, en Joe Johnson skoraði 33 stig fyrir Atlanta. Charlotte lagði Minnesota á heimavelli sínum 97-92 og var þetta 12. tap Minnesota á útivelli í röð. Kevin Garnett átti tröllaleik fyrir Minnesota með 24 stig og 22 fráköst, en það nægði ekki frekar en fyrri daginn. Brevin Knight skoraði 24 stig fyrir Charlotte. Memphis lagði Golden State 100-75. Chucky Atkins skoraði 22 stig fyrir Memphis, en Derek Fisher skoraði 17 stig fyrir Golden State. Dallas vann öruggan sigur á Sacramento 127-101, þrátt fyrir gríðarleg meiðsli í herbúðum sínum. Dirk Nowitzki skoraði 29 stig fyrir Dallas, en Bonzi Wells skoraði 30 stig fyrir Sacramento. Chicago lagði Indiana 102-96. Ben Gordon skoraði 23 stig fyrir Chicago og Stephen Jackson skoraði 22 fyrir Indiana. San Antonio lagði Utah á útivelli 95-86. Manu Ginobili skoraði 26 stig fyrir San Antonio en Carlos Boozer skoraði 27 stig og hirti 17 fráköst fyrir Utah. LA Clippers lagði Denver 111-109 í hörkuleik. Carmelo Anthony skoraði 24 stig fyrir Denver en Sam Cassell skoraði 19 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Clippers. Seattle lagði Houston 104-87. Yao Ming skoraði 22 stig fyrir Houston en Ray Allen skoraði 32 stig og vippaði sér í annað sæti yfir flestar þriggja stiga körfur skoraðar á ferlinum í NBA. Annars var Chris Wilcox hjá Seattle án efa maður leiksins, því hann skoraði 26 stig og hirti 24 fráköst gegn liðinu sem skipti honum í burtu fyrir nokkrum vikum og gat ekki notað hann. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Fleiri fréttir Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Í beinni: Tamworth - Tottenham | Skyldusigur hjá Spurs Ólympíumeistarinn skipti um nafn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Líkti liðsfélaga sínum við Lightning McQueen Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Sjá meira
Detroit Pistons varð í nótt fyrsta liðið í NBA til að vinna 60 leiki í vetur þegar liðið skellti New Orleans 101-93. Detroit var án Rasheed Wallace í leiknum en hann tók út leikbann fyrir tæknivillur. Detroit hafði fyrir leikinn notað sama byrjunarliðið í 73 fyrstu leikjum vetrarins, sem er met. Antonio McDyess lék vel í fjarveru Wallace og skoraði 26 stig og hirti 14 fráköst, en Chris Paul og David West skoruðu 24 stig hvor fyrir New Orleans. Cleveland valtaði yfir Philadelphia á útivelli 124-91. LeBron James skoraði 37 stig fyrir Cleveland en Allen Iverson var með 38 stig fyrir Philadelphia. Washington lagði New York 105-90. Jackie Butler skoraði 22 stig fyrir New York en Antawn Jamison og Caron Butler skoruðu 18 stig hvor fyrir Washington. Miami rúllaði yfir Milwaukee 115-89. Shaquille O´Neal skoraði 24 stig og hirti 10 fráköst fyrir Miami en Charlie Bell skoraði 29 stig fyrir Milwaukee. Boston lagði Toronto 124-120. Wally Szczerbiak og Paul Pierce skoruðu 22 stig fyrir Boston en Mo Peterson skoraði 32 stig fyrir Toronto. New Jersey vann 13. leik sinn í röð þegar liðið vann nauman sigur á Atlanta 96-94. Vince Carter skoraði 27 stig fyrir New Jersey, en Joe Johnson skoraði 33 stig fyrir Atlanta. Charlotte lagði Minnesota á heimavelli sínum 97-92 og var þetta 12. tap Minnesota á útivelli í röð. Kevin Garnett átti tröllaleik fyrir Minnesota með 24 stig og 22 fráköst, en það nægði ekki frekar en fyrri daginn. Brevin Knight skoraði 24 stig fyrir Charlotte. Memphis lagði Golden State 100-75. Chucky Atkins skoraði 22 stig fyrir Memphis, en Derek Fisher skoraði 17 stig fyrir Golden State. Dallas vann öruggan sigur á Sacramento 127-101, þrátt fyrir gríðarleg meiðsli í herbúðum sínum. Dirk Nowitzki skoraði 29 stig fyrir Dallas, en Bonzi Wells skoraði 30 stig fyrir Sacramento. Chicago lagði Indiana 102-96. Ben Gordon skoraði 23 stig fyrir Chicago og Stephen Jackson skoraði 22 fyrir Indiana. San Antonio lagði Utah á útivelli 95-86. Manu Ginobili skoraði 26 stig fyrir San Antonio en Carlos Boozer skoraði 27 stig og hirti 17 fráköst fyrir Utah. LA Clippers lagði Denver 111-109 í hörkuleik. Carmelo Anthony skoraði 24 stig fyrir Denver en Sam Cassell skoraði 19 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Clippers. Seattle lagði Houston 104-87. Yao Ming skoraði 22 stig fyrir Houston en Ray Allen skoraði 32 stig og vippaði sér í annað sæti yfir flestar þriggja stiga körfur skoraðar á ferlinum í NBA. Annars var Chris Wilcox hjá Seattle án efa maður leiksins, því hann skoraði 26 stig og hirti 24 fráköst gegn liðinu sem skipti honum í burtu fyrir nokkrum vikum og gat ekki notað hann.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Fleiri fréttir Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Í beinni: Tamworth - Tottenham | Skyldusigur hjá Spurs Ólympíumeistarinn skipti um nafn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Líkti liðsfélaga sínum við Lightning McQueen Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Sjá meira