Enn sigrar New Jersey 7. apríl 2006 08:00 Richard Jefferson var sjóðandi heitur gegn Charlotte og skoraði 40 stig og hirti 11 fráköst. Hann hitti úr 13 af 19 skotum sínum utan af velli þrátt fyrir að vera í strangri gæslu NordicPhotos/GettyImages Lið New Jersey Nets vann í nótt sinn 14. sigur í röð í NBA deildinni þegar liðið skellti Charlotte Bobcats 113-102 á heimavelli sínum. Detroit Pistons lagði Miami á útivelli 95-82 og Carmelo Anthony tryggði Denver 110-108 sigur á LA Lakers með skoti á síðustu sekúndum framlengingar. Sigurganga New Jersey er sú lengsta í NBA deildinni á tímabilinu, en áður hafði Dallas unnið 13 leiki í röð. Richard Jefferson fór á kostum í liði New Jersey og skoraði 40 stig og hirti 11 fráköst og Jason Kidd náði 74. þrennu sinni á ferlinum með 13 stigum, 12 stoðsendingum og 10 fráköstum. Raymond Felton skoraði 20 stig fyrir Charlotte. Detroit er nú aðeins þremur leikjum frá því að slá félagsmetið í sigrum á tímabili, en liðið vann sinn 61. leik í vetur þegar það skellti Miami á útivelli. Tayshaun Prince og Rasheed Wallace skoruðu 20 stig hvor fyrir Detroit og Rip Hamilton skoraði 19 stig, en Dwayne Wade skoraði 29 stig fyrir Miami og Shaquille O´Neal var með 28 stig. Enginn annar leikmaður Miami skoraði meira en 6 stig í leiknum, en þeir James Posey, Jason Williams og Alonzo Mourning gátu ekki spilað vegna meiðsla. Detroit vann þrjá af fjórum leikjum liðanna í vetur. Denver vann góðan sigur á LA Lakers í framlengdum leik í Denver sem sýndur var í beinni útsendingu á NBA TV. Leikurinn var gríðarlega sveiflukenndur, en það var að lokum Carmelo Anthony sem reið baggamuninn fyrir heimamenn og skoraði fimmtu sigurkörfu sína fyrir liðið í vetur. Anthony var stigahæstur í liði Denver með 33 stig, en Kobe Bryant skoraði að venju mest hjá LA Lakers eða 42 stig. Hann kom liði sínu í framlengingu með því að skora fjögur stig í einni sókn, en náði ekki að koma sér í skotfæri undir lok framlengingar þar sem skot Luke Walton var víðsfjarri körfunni. Þetta var í 24. sinn sem Bryant skorar yfir 40 stig fyrir Lakers í vetur og þar með sló hann met Elgin Baylor. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport Fleiri fréttir „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Tap í síðasta leik fyrir EM Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Sjá meira
Lið New Jersey Nets vann í nótt sinn 14. sigur í röð í NBA deildinni þegar liðið skellti Charlotte Bobcats 113-102 á heimavelli sínum. Detroit Pistons lagði Miami á útivelli 95-82 og Carmelo Anthony tryggði Denver 110-108 sigur á LA Lakers með skoti á síðustu sekúndum framlengingar. Sigurganga New Jersey er sú lengsta í NBA deildinni á tímabilinu, en áður hafði Dallas unnið 13 leiki í röð. Richard Jefferson fór á kostum í liði New Jersey og skoraði 40 stig og hirti 11 fráköst og Jason Kidd náði 74. þrennu sinni á ferlinum með 13 stigum, 12 stoðsendingum og 10 fráköstum. Raymond Felton skoraði 20 stig fyrir Charlotte. Detroit er nú aðeins þremur leikjum frá því að slá félagsmetið í sigrum á tímabili, en liðið vann sinn 61. leik í vetur þegar það skellti Miami á útivelli. Tayshaun Prince og Rasheed Wallace skoruðu 20 stig hvor fyrir Detroit og Rip Hamilton skoraði 19 stig, en Dwayne Wade skoraði 29 stig fyrir Miami og Shaquille O´Neal var með 28 stig. Enginn annar leikmaður Miami skoraði meira en 6 stig í leiknum, en þeir James Posey, Jason Williams og Alonzo Mourning gátu ekki spilað vegna meiðsla. Detroit vann þrjá af fjórum leikjum liðanna í vetur. Denver vann góðan sigur á LA Lakers í framlengdum leik í Denver sem sýndur var í beinni útsendingu á NBA TV. Leikurinn var gríðarlega sveiflukenndur, en það var að lokum Carmelo Anthony sem reið baggamuninn fyrir heimamenn og skoraði fimmtu sigurkörfu sína fyrir liðið í vetur. Anthony var stigahæstur í liði Denver með 33 stig, en Kobe Bryant skoraði að venju mest hjá LA Lakers eða 42 stig. Hann kom liði sínu í framlengingu með því að skora fjögur stig í einni sókn, en náði ekki að koma sér í skotfæri undir lok framlengingar þar sem skot Luke Walton var víðsfjarri körfunni. Þetta var í 24. sinn sem Bryant skorar yfir 40 stig fyrir Lakers í vetur og þar með sló hann met Elgin Baylor.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport Fleiri fréttir „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Tap í síðasta leik fyrir EM Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Sjá meira