Varnarmaðurinn Luke Young hjá Charlton á að öllum líkindum litla möguleika á að komast í HM-hóp Englendinga í sumar eftir að hann meiddist illa á ökkla í leik með liði sínu á dögunum. Young hlaut svipuð meiðsli snemma á leiktíðinni og var þá frá í einar fimm vikur, en nú segist hann líklega þurfa enn lengri tíma til að jafna sig. Young leysti Gary Neville af í stöðu hægri bakvarðar með landsliðinu í vetur og stóð sig þá ágætlega.
