Meistararnir halda sínu striki 12. apríl 2006 05:52 Tony Parker skoraði 27 stig þrátt fyrir flensu, en leikur San Antonio og Seattle var sýndur í beinni útsendingu á NBA TV. Sent var út með sérstökum loftmyndavélum og engir þulir lýstu leiknum, heldur voru hljóðnemar í kring um völlinn látnir skila stemmingunni heim í stofu. Þetta var fyrsta útsendingin af þessu tagi frá íþróttaviðburði og skapaði myndatakan afar sérstaka stemmingu. NordicPhotos/GettyImages San Antonio Spurs lagði Seattle Supersonics 104-95 á heimavelli sínum í nótt og er í lykilstöðu með að ná efsta sætinu í Vesturdeildinni fyrir úrslitakeppnina. Á meðan Tim Duncan er enn að ná sér eftir flensu, var Tony Parker besti maður Spurs í nótt og skoraði 27 stig og átti 9 stoðsendingar þó hann segðist sjálfur vera búinn að smitast af þessari sömu flensu. Chicago laumaði sér upp að hlið Philadelphia í áttunda sætið í Austurdeildinni með gríðarlega mikilvægum sigri á heitu liði New Jersey Nets 104-101. Vince Carter skoraði 43 stig fyrir New Jersey, en Ben Gordon skoraði 36 stig fyrir Chicago og Andres Nocioni skoraði 20 stig og hirti 17 fráköst. Shaquille O´Neal náði annari þrennu sinni á ferlinum og þeirri fyrstu í yfir 10 ár þegar hann skoraði 15 stig, hirti 11 fráköst og gaf 10 stoðsendingar í 106-97 sigri Miami á Toronto. Annars var Antoine Walker stigahæstur í liði Miami með 32 stig og Dwayne Wade spilaði ekki með vegna flensu. Mike James skoraði 32 stig fyrir Toronto. Memphis vann auðveldan heimasigur á varaliði Minnesota 92-76. Pau Gasol skoraði 19 stig og hirti 10 fráköst fyrir Memphis, en Justin Reed skoraði 14 stig fyrir Minnesota. Phoenix vann ævintýralegan útisigur á Sacramento 123-110, eftir að hafa mest lent 17 stigum undir í leiknum. Raja Bell var stigahæstur í liði Phoenix með 25 stig, en þeir Brad Miller, Mike Bibby og Ron Artest skoruðu allir 23 stig fyrir Sacramento. Loks vann LA Lakers heillum horfið lið Golden State 111-100 á heimavelli sínum þar sem Kobe Bryant skoraði 30 af 31 stigi sínum í fyrri hálfleik fyrir Lakers og Lamar Odom náði þrennu með 15 stigum, 13 fráköstum og 10 stoðsendingum. Bryant spilaði ekkert í fjórða leikhluta þar sem úrslit leiksins voru ráðin. Jason Richardson skoraði 20 stig fyrir Golden State. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn Fleiri fréttir Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ KA Íslandsmeistari kvenna í blaki: Unnu allt sem hægt var að vinna Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Ætla að leyfa mér að vona að við séum að nálgast“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Sjá meira
San Antonio Spurs lagði Seattle Supersonics 104-95 á heimavelli sínum í nótt og er í lykilstöðu með að ná efsta sætinu í Vesturdeildinni fyrir úrslitakeppnina. Á meðan Tim Duncan er enn að ná sér eftir flensu, var Tony Parker besti maður Spurs í nótt og skoraði 27 stig og átti 9 stoðsendingar þó hann segðist sjálfur vera búinn að smitast af þessari sömu flensu. Chicago laumaði sér upp að hlið Philadelphia í áttunda sætið í Austurdeildinni með gríðarlega mikilvægum sigri á heitu liði New Jersey Nets 104-101. Vince Carter skoraði 43 stig fyrir New Jersey, en Ben Gordon skoraði 36 stig fyrir Chicago og Andres Nocioni skoraði 20 stig og hirti 17 fráköst. Shaquille O´Neal náði annari þrennu sinni á ferlinum og þeirri fyrstu í yfir 10 ár þegar hann skoraði 15 stig, hirti 11 fráköst og gaf 10 stoðsendingar í 106-97 sigri Miami á Toronto. Annars var Antoine Walker stigahæstur í liði Miami með 32 stig og Dwayne Wade spilaði ekki með vegna flensu. Mike James skoraði 32 stig fyrir Toronto. Memphis vann auðveldan heimasigur á varaliði Minnesota 92-76. Pau Gasol skoraði 19 stig og hirti 10 fráköst fyrir Memphis, en Justin Reed skoraði 14 stig fyrir Minnesota. Phoenix vann ævintýralegan útisigur á Sacramento 123-110, eftir að hafa mest lent 17 stigum undir í leiknum. Raja Bell var stigahæstur í liði Phoenix með 25 stig, en þeir Brad Miller, Mike Bibby og Ron Artest skoruðu allir 23 stig fyrir Sacramento. Loks vann LA Lakers heillum horfið lið Golden State 111-100 á heimavelli sínum þar sem Kobe Bryant skoraði 30 af 31 stigi sínum í fyrri hálfleik fyrir Lakers og Lamar Odom náði þrennu með 15 stigum, 13 fráköstum og 10 stoðsendingum. Bryant spilaði ekkert í fjórða leikhluta þar sem úrslit leiksins voru ráðin. Jason Richardson skoraði 20 stig fyrir Golden State.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn Fleiri fréttir Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ KA Íslandsmeistari kvenna í blaki: Unnu allt sem hægt var að vinna Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Ætla að leyfa mér að vona að við séum að nálgast“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Sjá meira