Fimm bílar lentu í árekstri á Hringbraut í Reykjavík, skammt frá Stakkahlíð, um klukkan hálf sex. Ekki urðu þó nein meiðsl að ráði á fólki. Að sögn lögreglu hefur umferðin þrátt fyrir þetta almennt gengið vel fyrir sig en hún er mjög mikil á þessum síðasta virka degi fyrir páskahelgi.

