Innlent

Ólíklegt að Íslendingar fái breytt varnaráætlun

MYNDTEitur

Ólíklegt má telja að Íslendingar fái nokkru breytt um þá varnaráætlun, sem sendinefnd Bandaríkjamanna kynnti í íslenska utanríkisráðuneytinu í gær. Ekki síst í ljósi þess að varnarliðið birti í gær áætlun um um lokun allra þjónustustofnana við varnarliðsmenn, áður en fundur fulltrúa Íslendinga og Bandaríkjamanna hófst í gær.

Það þýðir að Bandaríkjamenn voru ekki til viðræðna um neinar breytingar á því áður en fundurinn hófst. Eins og fram kom í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu eftir fundinn var aðallega rætt um drög að nýrri varnaráætlun fyrir Ísland sem Evrópuherstjórn Bandaríkjanna hefur gert.

Mikil leynd hvílir yfir henni og einhverra hluta vegna var ákeðið að Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra og starfandi utanríkisráðherra segði ekkert um hana og að hún yrði ekki kynnt i utanríkismálanefnd fyrr en á morgun þegar Geir H. Haarde utanríkisráðherra verður kominn heim af utnaríkisráðherrafundi NATO. Þegar síðustu fundalotu lauk, var hins vegar greint frá niðurstöðum strax.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×