Sýknaður af ákæru um manndráp af gáleysi á Akureyri Jón Þór Stefánsson skrifar 19. september 2024 21:37 Atvikið sem málið varðar átti sér stað í ágúst 2022, við gatnamót Strandgötu og Hofsbrautar. Vísir/Vilhelm Landsréttur staðfesti í dag sýknudóm Héraðsdóms Norðurlands eystra á hendur manni sem var ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Manninum var gefið að sök að aka bíl á gangandi vegfaranda. Sá sem varð fyrir bílnum var maður á áttræðisaldri, sem lést sólarhring eftir áreksturinn. Atvikið sem málið varðar átti sér stað í ágúst 2022, við gatnamót Strandgötu og Hofsbrautar. Í ákæru sagði að ökumaðurinn hefði beygt bílnum án þess að ganga úr skugga um að það væri hættulaust, og án þess að gefa gangandi umferð nægilegan gaum. Líkt og áður segir hefur ökumaðurinn nú verið sýknaður á tveimur dómstigum. Landsréttur staðfesti dóm héraðsdómsVísir/Vilhelm Í dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra segir að þegar slysið átti sér stað hafi verið rigning og gatan dökk vegna þess, en vegfarandinn sem lést hafi verið dökkklæddur. Engin vitni urðu að slysinu, en myndbandsupptaka er til af því. Í dómnum segir að ekki verði ráðið af upptökunni að ökumaðurinn hafi verið á mikilli ferð og ekki sjáist að aksturslag hans hafi verið óeðlilegt. Þá er bent á að skammt frá hafi verið steypubíll með blikkandi vinnuljós sem hafi kallað á athygli ökumannsins. Að mati dómsins verður að telja slysstaðinn varhugaverðan fyrir gangandi vegfarendur, meðal annars vegna þess að þar var byggingasvæði skammt frá. Atvikið var sviðsett af lögreglu. Lögreglumaðurinn sem sá um sviðsetninguna sagðist nær fullviss um að ökumaðurinn hefði ekki séð til mannsins áður en hann ók á hann. Vettvangur slyssins. Úr skýrslu rannsóknarnefndar.RNSA Fyrir Landsrétti lagði ákæruvaldið fram skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Í henni sagði að megin áhersla slyssins hefði verið að ökumaðurinn hefði ekki gætt nægilega vel að umferð gangandi vegfarenda sem átti forgang. Þó var tekið fram að orsakir slyssins væru fleiri. Sjá nánar: Áttaði sig ekki á atvikinu fyrr en hann sá vegfarandann falla í götuna Að mati Landsréttar fór framlagning skýrslunnar á bága við lög um rannsókn samgönguslysa, en þar segir að skýrslum nefndarinnar um einstök slys og atvik skuli ekki beitt sem sönnunargögnum í dómsmálum. Landsréttur vísaði til forsenda héraðsdóms og staðfesti dóminn. Ákæruvaldið þótti ekki hafa tekist að sýna fram á að maðurinn hefði látist vegna gáleysis ökumannsins. Dómsmál Samgönguslys Umferðaröryggi Akureyri Tengdar fréttir Látinn eftir umferðarslys á Akureyri Karlmaður á áttræðisaldri lést í umferðarslysi í miðbæ Akureyrar í gær. Maðurinn var að ganga yfir götu þegar keyrt var á hann. 10. ágúst 2022 20:09 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Sjá meira
Atvikið sem málið varðar átti sér stað í ágúst 2022, við gatnamót Strandgötu og Hofsbrautar. Í ákæru sagði að ökumaðurinn hefði beygt bílnum án þess að ganga úr skugga um að það væri hættulaust, og án þess að gefa gangandi umferð nægilegan gaum. Líkt og áður segir hefur ökumaðurinn nú verið sýknaður á tveimur dómstigum. Landsréttur staðfesti dóm héraðsdómsVísir/Vilhelm Í dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra segir að þegar slysið átti sér stað hafi verið rigning og gatan dökk vegna þess, en vegfarandinn sem lést hafi verið dökkklæddur. Engin vitni urðu að slysinu, en myndbandsupptaka er til af því. Í dómnum segir að ekki verði ráðið af upptökunni að ökumaðurinn hafi verið á mikilli ferð og ekki sjáist að aksturslag hans hafi verið óeðlilegt. Þá er bent á að skammt frá hafi verið steypubíll með blikkandi vinnuljós sem hafi kallað á athygli ökumannsins. Að mati dómsins verður að telja slysstaðinn varhugaverðan fyrir gangandi vegfarendur, meðal annars vegna þess að þar var byggingasvæði skammt frá. Atvikið var sviðsett af lögreglu. Lögreglumaðurinn sem sá um sviðsetninguna sagðist nær fullviss um að ökumaðurinn hefði ekki séð til mannsins áður en hann ók á hann. Vettvangur slyssins. Úr skýrslu rannsóknarnefndar.RNSA Fyrir Landsrétti lagði ákæruvaldið fram skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Í henni sagði að megin áhersla slyssins hefði verið að ökumaðurinn hefði ekki gætt nægilega vel að umferð gangandi vegfarenda sem átti forgang. Þó var tekið fram að orsakir slyssins væru fleiri. Sjá nánar: Áttaði sig ekki á atvikinu fyrr en hann sá vegfarandann falla í götuna Að mati Landsréttar fór framlagning skýrslunnar á bága við lög um rannsókn samgönguslysa, en þar segir að skýrslum nefndarinnar um einstök slys og atvik skuli ekki beitt sem sönnunargögnum í dómsmálum. Landsréttur vísaði til forsenda héraðsdóms og staðfesti dóminn. Ákæruvaldið þótti ekki hafa tekist að sýna fram á að maðurinn hefði látist vegna gáleysis ökumannsins.
Dómsmál Samgönguslys Umferðaröryggi Akureyri Tengdar fréttir Látinn eftir umferðarslys á Akureyri Karlmaður á áttræðisaldri lést í umferðarslysi í miðbæ Akureyrar í gær. Maðurinn var að ganga yfir götu þegar keyrt var á hann. 10. ágúst 2022 20:09 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Sjá meira
Látinn eftir umferðarslys á Akureyri Karlmaður á áttræðisaldri lést í umferðarslysi í miðbæ Akureyrar í gær. Maðurinn var að ganga yfir götu þegar keyrt var á hann. 10. ágúst 2022 20:09