Það hefur verið staðfest að Kimono og Bang Gang bætast í sívaxandi hóp hljómsveita sem munu koma fram á tónlistarhátíðinni Reykjavík Trópík daganna 2.-4.júní. Fjöldi hljómsveita og listamanna sem munu koma fram er því orðin 21 og er enn von á meiru.
Kimono

Bang Gang

21 tónlistar atriði staðfest
Reykjavík Trópík, Stúdentaráð Háskóla Íslands og Rás 2 sjá fram á að dagarnir 2.-4. júní verði ógleymanlegir. 19 íslenskar hljómsveitir, hver annarri betri, auk Girls in Hawaii og ESG mynda nú þegar glæsilegan hóp listamanna sem koma munu fram og það lítur út fyrir að þessi hópur styrkist enn frekar á næstu dögum.
Miðasala hefst föstudaginn 5. maí og einungis eru 2000 miðar í boði.
Nánari upplýsingar um hátiðina er að finna á http://www.reykjaviktropik.com