Sakar stjórnarandstöðu um verðbólguna 4. maí 2006 15:06 Stjórnarandstæðingar sökuðu stjórnarliða um að flýja af hólmi fyrir sveitarstjórnarkosningar og forðast að ræða efnahagsmál. Þingmaður Framsóknarflokksins svaraði með því að segja að stjórnarandstaðan hefði talað upp verðbólguna.Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, hóf umræðuna og gagnrýndi að forsætisráðherra hefði ekki fengist utandagskrárumræðu um efnahagsmálin. Hann sagði stjórnina hafa lagt á flótta undan umræðu um frammistöðu sína með því að fresta þingfundum. Það sagði hann að væri gert vegna komandi sveitarstjórnarkosninga.Steingrímur sagði það ekki passa við dýran kosningaáróður stjórnarflokkanna og þá ímynd sem þeir létu auglýsingastofur hanna fyrir sig að fjallað væri um frammistöðu þeirra.Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstri-grænna, var engu sáttari. Hann átaldi stjórnarmeirihlutann harðlega fyrir að ekki yrðu eldhúsdagsumræður í kvöld eins og hafði verið stefnt að. "Hvílík framkoma."Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, minnti menn á jákvæða umsögn bandaríska hagfræðingsins Roberts Mishkins um íslenskt efnahagslíf. Hann bætti við að Miskhin hefði sagt að það væri hægt að upp verðbólguna og velti því fyrir sér hvort allt tal stjórnarandstöðunnar um slæmt efnahagsástand væri ekki farið að skila sér í aukinni verðbólgu.Þetta þótti Margréti Frímannsdóttur, þingflokksformanni Samfylkingarinnar, ómaklegt. Henni fannst þó sem þetta skilningsleysi stjórnarþingmanna á efnahagsmálum kynni að skýra hvers vegna staða efnahagsmála væri jafn slæmt og raun bæri vitni.Halldór Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, furðaði sig á því hversu miklu stjórnarandstæðingar vildu ráða um hvaða mál væru tekin fyrir og hver ekki. Hann sagði það merkilegt að þegar stjórnarandstæðingar vildu ráða hvaða mál væru tekin á dagskrá kölluðu þeir það samstarfsvilja. Þegar stjórnarliðar vildu hafa eitthvað um það að segja kölluðu stjórnarandstæðingar það hins vegar frekju. Alþingi Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Ríkisstjórn Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Vinstri græn Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Sjá meira
Stjórnarandstæðingar sökuðu stjórnarliða um að flýja af hólmi fyrir sveitarstjórnarkosningar og forðast að ræða efnahagsmál. Þingmaður Framsóknarflokksins svaraði með því að segja að stjórnarandstaðan hefði talað upp verðbólguna.Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, hóf umræðuna og gagnrýndi að forsætisráðherra hefði ekki fengist utandagskrárumræðu um efnahagsmálin. Hann sagði stjórnina hafa lagt á flótta undan umræðu um frammistöðu sína með því að fresta þingfundum. Það sagði hann að væri gert vegna komandi sveitarstjórnarkosninga.Steingrímur sagði það ekki passa við dýran kosningaáróður stjórnarflokkanna og þá ímynd sem þeir létu auglýsingastofur hanna fyrir sig að fjallað væri um frammistöðu þeirra.Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstri-grænna, var engu sáttari. Hann átaldi stjórnarmeirihlutann harðlega fyrir að ekki yrðu eldhúsdagsumræður í kvöld eins og hafði verið stefnt að. "Hvílík framkoma."Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, minnti menn á jákvæða umsögn bandaríska hagfræðingsins Roberts Mishkins um íslenskt efnahagslíf. Hann bætti við að Miskhin hefði sagt að það væri hægt að upp verðbólguna og velti því fyrir sér hvort allt tal stjórnarandstöðunnar um slæmt efnahagsástand væri ekki farið að skila sér í aukinni verðbólgu.Þetta þótti Margréti Frímannsdóttur, þingflokksformanni Samfylkingarinnar, ómaklegt. Henni fannst þó sem þetta skilningsleysi stjórnarþingmanna á efnahagsmálum kynni að skýra hvers vegna staða efnahagsmála væri jafn slæmt og raun bæri vitni.Halldór Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, furðaði sig á því hversu miklu stjórnarandstæðingar vildu ráða um hvaða mál væru tekin fyrir og hver ekki. Hann sagði það merkilegt að þegar stjórnarandstæðingar vildu ráða hvaða mál væru tekin á dagskrá kölluðu þeir það samstarfsvilja. Þegar stjórnarliðar vildu hafa eitthvað um það að segja kölluðu stjórnarandstæðingar það hins vegar frekju.
Alþingi Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Ríkisstjórn Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Vinstri græn Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Sjá meira