Meira en fjórfalt fleiri ökumenn hafa verið teknir fyrir of hraðan akstur á Akureyri það sem af er ársins en á sama tímabili í fyrra. Í fyrra voru 159 ökumenn teknir fyrir hraðakstur fyrstu 130 daga ársins eða rúmlega einn á dag. Í ár hafa 668 verið ákærðir fyrir hraðakstur eða rúmlega fimm á dag.
Stór hluti ástæðunnar fyrir þessari aukningu er aukið eftirlit og bættur tækjakostnur.