Ósætti um eftirlit á kjörstað 28. maí 2006 20:15 Ósætti er um hvernig framboð mega standa að eftirliti á kjörstað og frambjóðendur sem tóku að sér hlutverk kjörstjórnarfulltrúa voru meðal ágreiningsmála sem upp komu í sveitarstjórnarkosningunum í gær. Í Árborg kærði kjósandi framkvæmd kosninganna. Hann taldi það stangast á við lög að eftirlitsmenn framboða fengju að fylgjast með kosningunum, skrá niður upplýsingar og fara með þær út af kjörstað. Hann vísaði meðal annars í álit Perónuverndar frá því í maí 2002. Þar kom fram að framboðslistum væri heimilt að vera í kjördeildum og merkja við þá sem kjósa. Hins vegar væri óheimilt að fara með slíkar upplýsingar út úr kjördeild nema slíkt sé nauðsynlegt í þeim tilgangi að hafa eftirlit með því að kosning fari löglega fram. Ekki hefur neitt reynt á málið í Reykjavík eftir álit Persónuverndar þar sem framboðin í Reykjavík hafa ekki sókst eftir því að skrifa niður nöfn kjósenda og fara með þær upplýsingar út úr kjördeildum. Yfirkjörstjórn í Árborg taldi í gær að framboðslistarnir ættu fullan rétt á að skrifa niður upplýsingar um kjósendur og fara með þær út. Hún fór hins vegar fram á það við umboðsmenn framboðanna að listarnir yrðu ekki notaðir í þeim tilgangi til að smala á kjörstað og þurftu umboðsmennirnir að skrifa undir yfirlýsingu þess efnis. Í Reykjanesbæ kom upp ósætti eftir að yfirkjörstjórn þar ákvað að ekki mætti nota tölvur til að safna saman slíkum gögnum um kjósendur heldur aðeins skrifa þau niður. Frambjóðendur Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins voru sjálfir við vinnu í kjördeild á Hofsósi. Ásdís Ármannsdóttir formaður kjörstjórnar sagði í samtali við NFS að hún hefði fengið fregnir af þessu um hádegi í gær og kallaði inn varamenn í kjörstjórn strax. En það er með öllu ólöglegt að frambjóðendur vinni sjálfir í kjördeildum. Fréttir Innlent Kosningar 2006 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Fleiri fréttir Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Sjá meira
Ósætti er um hvernig framboð mega standa að eftirliti á kjörstað og frambjóðendur sem tóku að sér hlutverk kjörstjórnarfulltrúa voru meðal ágreiningsmála sem upp komu í sveitarstjórnarkosningunum í gær. Í Árborg kærði kjósandi framkvæmd kosninganna. Hann taldi það stangast á við lög að eftirlitsmenn framboða fengju að fylgjast með kosningunum, skrá niður upplýsingar og fara með þær út af kjörstað. Hann vísaði meðal annars í álit Perónuverndar frá því í maí 2002. Þar kom fram að framboðslistum væri heimilt að vera í kjördeildum og merkja við þá sem kjósa. Hins vegar væri óheimilt að fara með slíkar upplýsingar út úr kjördeild nema slíkt sé nauðsynlegt í þeim tilgangi að hafa eftirlit með því að kosning fari löglega fram. Ekki hefur neitt reynt á málið í Reykjavík eftir álit Persónuverndar þar sem framboðin í Reykjavík hafa ekki sókst eftir því að skrifa niður nöfn kjósenda og fara með þær upplýsingar út úr kjördeildum. Yfirkjörstjórn í Árborg taldi í gær að framboðslistarnir ættu fullan rétt á að skrifa niður upplýsingar um kjósendur og fara með þær út. Hún fór hins vegar fram á það við umboðsmenn framboðanna að listarnir yrðu ekki notaðir í þeim tilgangi til að smala á kjörstað og þurftu umboðsmennirnir að skrifa undir yfirlýsingu þess efnis. Í Reykjanesbæ kom upp ósætti eftir að yfirkjörstjórn þar ákvað að ekki mætti nota tölvur til að safna saman slíkum gögnum um kjósendur heldur aðeins skrifa þau niður. Frambjóðendur Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins voru sjálfir við vinnu í kjördeild á Hofsósi. Ásdís Ármannsdóttir formaður kjörstjórnar sagði í samtali við NFS að hún hefði fengið fregnir af þessu um hádegi í gær og kallaði inn varamenn í kjörstjórn strax. En það er með öllu ólöglegt að frambjóðendur vinni sjálfir í kjördeildum.
Fréttir Innlent Kosningar 2006 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Fleiri fréttir Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Sjá meira