Einvígi háð í Kringlunni í dag 31. maí 2006 15:27 Núverandi og fyrrverandi Norður-Evrópumeistarar í borðtennis munu heyja einvígi í Kringlunni í dag klukkan hálf sex. Leikurinn er í tilefni Norðurlandamóts sem fram fer í íþróttahúsi TBR við Gnoðarvog í Reykjavík nú um helgina. Guðmundur E. Stephensen margfaldur Íslandsmeistari í borðtennis og núverandi Norður-Evrópumeistari, mætir í dag sænska leikmanninum Cyprian Asamoah, Norður-Evrópumeistara 2002 í sýningarleik í Kringlunni. Guðmundur vakti mikla athygli landans þegar hann varð Íslandsmeistari árið 1994, þá ekki nema 11 ára gamall. Þeim titli hefur hann haldið allar götur síðan, eða í 13 ár samfleytt. Hann er einnig núverandi Norður-Evrópumeistari, bæði í einliða- og tvíliðaleik, og fyrrverandi Noregsmeistari og Bretlandseyjameistari. Auk þess hefur Guðmundur unnið til fjölda verðlauna, bæði hér heima og erlendis. Mótherji Guðmundar er heldur ekki af lakari endanum. Svíinn Cyprian Asamoah er fyrrverandi Norður-Evrópumeistari (2002) og hefur unnið fjölda annarra titla á alþjóðlegum vettvangi. Þeir félagar þekkjast vel, enda hafa þeir spilað saman með sænska úrvalsdeildarliðinu FF Malmö undanfarin tvö ár. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem Guðmundur og Cyprian takast á í leik. Fyrir þremur árum mættust þeir í sýningarleik í íþróttahúsi Smárans og endaði sá bardagi með glæstum sigri Guðmundar. Svíinn vann fyrstu lotuna, 16:14, en þá sagði okkar maður hingað og ekki lengra og vann næstu fjórar lotur, 11:7, 11:7, 11:6 og 11:9. Norður-Evrópumótið 2006Þátttökuþjóðir á Norður-Evrópumótinu eru Íslands, Danmörk, Svíþjóð, Noregur, Finnland, Eistland og Litháen. Mótið hefst föstudaginn 2. júní með liðakeppni og mun forseti ÍSÍ Ólafur Rafnsson setja mótið.Á mótinu mun Guðmundur freista þess að verja titilinn frá 2004, Norður-Evrópumeistari í borðtennis.Keppt er í liðakeppni karla og kvenna, einliðaleik karla og kvenna, tvíliðaleik karla og kvenna og tvenndarkeppni. Mótið hefst föstudaginn 2. júní með liðakeppni og mun forseti ÍSÍ Ólafur Rafnsson setja mótið. Úrslitaleikir í einliðaleik karla og kvenna og tvíliðaleik karla og kvenna fara fram sunnudaginn 4. maí klukkan 11:00 - 13:00. Liða- og tvenndarkeppni lýkur laugardaginn 3. júní.Verðlaunaafhending fer fram klukkan 14:00 á sunnudeginum.Frá FF Malmö til Eslöv Eins og fram hefur komið hefur Guðmundur leikið undanfarin tvö ár með sænska úrvalsdeildarliðinu FF Malmö og náð þar góðum árangri. Hann, ásamt félögum sínum, hefur þó orðið að láta sér lynda silfrið í sænsku deildinni þar sem nágrannar þeirra í Eslöv hafa hreppt titilinn undanfarin ár. Guðmundur hefur því tekið ákvörðun um að flytja sig til og mun hann leika með Eslöv á næstu leiktíð, þar sem hann kemur einnig til með að spila í meistaradeild Evrópu. Íþróttir Lífið Menning Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Fleiri fréttir Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Sjá meira
Núverandi og fyrrverandi Norður-Evrópumeistarar í borðtennis munu heyja einvígi í Kringlunni í dag klukkan hálf sex. Leikurinn er í tilefni Norðurlandamóts sem fram fer í íþróttahúsi TBR við Gnoðarvog í Reykjavík nú um helgina. Guðmundur E. Stephensen margfaldur Íslandsmeistari í borðtennis og núverandi Norður-Evrópumeistari, mætir í dag sænska leikmanninum Cyprian Asamoah, Norður-Evrópumeistara 2002 í sýningarleik í Kringlunni. Guðmundur vakti mikla athygli landans þegar hann varð Íslandsmeistari árið 1994, þá ekki nema 11 ára gamall. Þeim titli hefur hann haldið allar götur síðan, eða í 13 ár samfleytt. Hann er einnig núverandi Norður-Evrópumeistari, bæði í einliða- og tvíliðaleik, og fyrrverandi Noregsmeistari og Bretlandseyjameistari. Auk þess hefur Guðmundur unnið til fjölda verðlauna, bæði hér heima og erlendis. Mótherji Guðmundar er heldur ekki af lakari endanum. Svíinn Cyprian Asamoah er fyrrverandi Norður-Evrópumeistari (2002) og hefur unnið fjölda annarra titla á alþjóðlegum vettvangi. Þeir félagar þekkjast vel, enda hafa þeir spilað saman með sænska úrvalsdeildarliðinu FF Malmö undanfarin tvö ár. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem Guðmundur og Cyprian takast á í leik. Fyrir þremur árum mættust þeir í sýningarleik í íþróttahúsi Smárans og endaði sá bardagi með glæstum sigri Guðmundar. Svíinn vann fyrstu lotuna, 16:14, en þá sagði okkar maður hingað og ekki lengra og vann næstu fjórar lotur, 11:7, 11:7, 11:6 og 11:9. Norður-Evrópumótið 2006Þátttökuþjóðir á Norður-Evrópumótinu eru Íslands, Danmörk, Svíþjóð, Noregur, Finnland, Eistland og Litháen. Mótið hefst föstudaginn 2. júní með liðakeppni og mun forseti ÍSÍ Ólafur Rafnsson setja mótið.Á mótinu mun Guðmundur freista þess að verja titilinn frá 2004, Norður-Evrópumeistari í borðtennis.Keppt er í liðakeppni karla og kvenna, einliðaleik karla og kvenna, tvíliðaleik karla og kvenna og tvenndarkeppni. Mótið hefst föstudaginn 2. júní með liðakeppni og mun forseti ÍSÍ Ólafur Rafnsson setja mótið. Úrslitaleikir í einliðaleik karla og kvenna og tvíliðaleik karla og kvenna fara fram sunnudaginn 4. maí klukkan 11:00 - 13:00. Liða- og tvenndarkeppni lýkur laugardaginn 3. júní.Verðlaunaafhending fer fram klukkan 14:00 á sunnudeginum.Frá FF Malmö til Eslöv Eins og fram hefur komið hefur Guðmundur leikið undanfarin tvö ár með sænska úrvalsdeildarliðinu FF Malmö og náð þar góðum árangri. Hann, ásamt félögum sínum, hefur þó orðið að láta sér lynda silfrið í sænsku deildinni þar sem nágrannar þeirra í Eslöv hafa hreppt titilinn undanfarin ár. Guðmundur hefur því tekið ákvörðun um að flytja sig til og mun hann leika með Eslöv á næstu leiktíð, þar sem hann kemur einnig til með að spila í meistaradeild Evrópu.
Íþróttir Lífið Menning Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Fleiri fréttir Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Sjá meira