Besti tennisleikari heims, Roger Federer, komst í dag nokkuð örugglega áfram í þriðju umferð opna franska meistaramótsins í tennis þegar hann lagði Alejandro Falla frá Kólumbíu 6-1, 6-4 og 6-3 á aðens 86 mínútum. Mikil rigning gerði keppendum nokkuð erfitt fyrir og þurftu mótshaldarar að gera stutt hlé á keppni í dag.

