Maria Sharapova tryggði sér sæti í 32-manna úrslitum á opna franska meistaramótinu í tennis í dag þegar hún lagði Ivetu Benesovu 6-4 og 6-1 í dag. Sharapova var í miklum erfiðleikum í fyrstu umferðinni vegna ökklameiðsla, en þau virtust ekki há henni mikið í dag, þar sem hún vann öruggan sigur eftir jafna kepni í fyrsta settinu.
Sharapova er í fjórða sæti á heimslistanum og mætir áströlsku stúlkunni Alicia Molik eða hinni rúmensku Anda Perianu í næstu umferð.