Spænski tenniskappinn Rafael Nadal heldur sigurgöngu sinni áfram á leirnum og í dag vann hann sigur á Novak Djokovic, eftir að sá síðarnefndi hætti keppni vegna meiðsla. Þetta var 58. sigur Nadal í röð á leirvelli og á hann titil að verja á mótinu. Hann mætir Ivan Ljubicic í undanlúrslitum mótsins á föstudaginn.
Sigurganga Nadal heldur áfram
