Lögregla vinnur með skemmtistöðum gegn ofbeldi 18. júní 2006 18:53 Lögreglan í Reykjavík hefur tekið upp samstarf við þrjá skemmtistaði í miðborginni þar sem talstöðvum og eftirlitsmyndavélum er beitt til að reyna að draga úr ofbeldi í miðborginni. Samstarfið sem hófst um síðustu helgi hefur þegar gefið góða raun því viðbragðstími lögreglu vegna atvika hefur styst mjög mikið. Ofbeldismál í miðborginni haf verið í kastljósi fjölmiðla undanfarin ár. Reglulega berast fréttir af fólskulegum og grófum árásum, nú síðast í gær þar sem karlmaður var stunginn í kviðinn á veitingastað við Laugaveginn í fyrrinótt. Til þess að reyna að stemma stigu við ofbeldi og auka öryggi í miðborginni hefur lögreglan tekið upp samstarf við dyraverði á þremur stöðum í miðborginni. Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir dyraverðina í sérstökum vestum þannig að þeir sjáist vel í öryggismyndavélunum. Þá séu þeir einnig með talstöðvar og geti kallað á lögregluna þannig að hún sé mun fljótari á vettvang en ella.Staðirnir þrír sem um ræðir eru Dubliner, Café Amsterdam og Gaukur á Stöng. Talstöðvarnar gera dyravörðunum á stöðunum einnig kleift að kalla eftir aðstoð hver frá öðrum þar sem þeir eru allir á sama svæðinu. Þórður Ásgeirsson, yfirdyravörður á Gauknum segir samstarfið stytta mjög viðbragðstíma lögreglu og að þegar hafi reynt á það. Það hafi gerst bæði um þessa og þá síðustu og allt hafi gengið mjög vel. Öll samskipti við lögreglu séu auk þess mun betri.Geir Jón segist vilja sjá samstarf við fleiri staði í miðbænum á næstunni og þegar allir verði komnir inn í samstarfið geti ofbeldismenn hvergi komist inn því staðirnir láti hver aðra vita af þeim ekki hegða sér vel. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Fleiri fréttir Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Sjá meira
Lögreglan í Reykjavík hefur tekið upp samstarf við þrjá skemmtistaði í miðborginni þar sem talstöðvum og eftirlitsmyndavélum er beitt til að reyna að draga úr ofbeldi í miðborginni. Samstarfið sem hófst um síðustu helgi hefur þegar gefið góða raun því viðbragðstími lögreglu vegna atvika hefur styst mjög mikið. Ofbeldismál í miðborginni haf verið í kastljósi fjölmiðla undanfarin ár. Reglulega berast fréttir af fólskulegum og grófum árásum, nú síðast í gær þar sem karlmaður var stunginn í kviðinn á veitingastað við Laugaveginn í fyrrinótt. Til þess að reyna að stemma stigu við ofbeldi og auka öryggi í miðborginni hefur lögreglan tekið upp samstarf við dyraverði á þremur stöðum í miðborginni. Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir dyraverðina í sérstökum vestum þannig að þeir sjáist vel í öryggismyndavélunum. Þá séu þeir einnig með talstöðvar og geti kallað á lögregluna þannig að hún sé mun fljótari á vettvang en ella.Staðirnir þrír sem um ræðir eru Dubliner, Café Amsterdam og Gaukur á Stöng. Talstöðvarnar gera dyravörðunum á stöðunum einnig kleift að kalla eftir aðstoð hver frá öðrum þar sem þeir eru allir á sama svæðinu. Þórður Ásgeirsson, yfirdyravörður á Gauknum segir samstarfið stytta mjög viðbragðstíma lögreglu og að þegar hafi reynt á það. Það hafi gerst bæði um þessa og þá síðustu og allt hafi gengið mjög vel. Öll samskipti við lögreglu séu auk þess mun betri.Geir Jón segist vilja sjá samstarf við fleiri staði í miðbænum á næstunni og þegar allir verði komnir inn í samstarfið geti ofbeldismenn hvergi komist inn því staðirnir láti hver aðra vita af þeim ekki hegða sér vel.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Fleiri fréttir Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Sjá meira