Í dag kl 17:00 verða haldnir tónleikar í verslun 12 Tóna við Skólavörðustíg.
Þar kemur fram dansk/hollenska dúóið "The Story of Modern Farming" en það skipa stúlkurnar Jessica Sligter frá Hollandi og Louise D.E. Jensen. Þær hafa þegar haldið tvenna tónleika hér á landi og var gerður góður rómur að leik þeirra.
Allir eru velkomnir í óvænta tónlistarupplifun á Skólavörðustígnum í dag.
Tónleikar í 12 tónum í dag
