Fulltrúar þeirra norrænu ríkja sem hafa eftirlit með vopnahlé milli stríðandi fylkinga í Sri Lanka ætla að ræða framtíð friðargæslunar á fundi í Ósló í næstu viku. Uppreisnarmenn Tamíl-tígra vilja að norrænum Evrópusambandsríkin þrjú hætti eftirlit og í dag var hlutverki Norðmanna í landinu einnig mótmælt.
Tugir mótmælenda gegnu að sendiráði Noregs í Colombo, höfuðborg Sri Lanka, í dag. Þar var hlutverki Norðmanna í friðargæslu í landinu mótmælt með friðsamlegum hætti. Mótmælendur halda því fram að þeir, og aðrir sendifulltrúar norrænu friðargæslunanr þar, styðji uppreisnarmenn Tamíl-tígra og hafi vingast við liðsmenn. Mótmælendur reyndu að afhenda fulltrúum hjá sendiráðinu mótmælaskjal en sendráðsstarfsmenn neituðu að taka við því.
Til mótmælanna kom eftir að stjórnvöld í Sri Lanka höfnuðu kröfum tígranna um að friðargæslumenn frá Evrópusambandslöndum fái ekki að sinna eftirliti með vopnahlé í landinu. Þar er átt við Danmörku, Finnland og Svíþjóð. Sambandið bættu Tamíl-tígrunum á lista sinn yfir hryðjuverkasamtök. Norðmenn, auk Íslendinga, taka þátt í friðargæslu í Sri Lanka ásamt norrænu sambandsríkjunum þremur.
Talsmaður stjórnvalda segist efast um heilindi Tamíl-tígra og það hvort þeir vilji í raun semja um frið. Tígrarnir hafa krafist þess að minnihluti Tamíla í Sri Lanka fái yfirráð yfir eigin landssvæði og gripu til vopna árið 1983. Átök hafa magnast í landinu frá því samið var um vopnahlé 2002 en fyrir þann tíma höfðu átök í landinu kostað 65 þúsund manns lífið.
Fulltrúar norrænu ríkjana koma saman til fundar um stöðu mála í landinu í Ósló eftir viku. Þar verður rædd framtíð friðargæslunnar.