Tenniskonan Amelie Mauresmo tryggði sér nú síðdegis sæti í úrslitaleiknum á Wimbledon mótinu í fyrsta sinn á ferlinum. Þessi stigahæsta tenniskona heims vann baráttusigur á Mariu Sharapovu í undanúrslitunum 6-3, 3-6 og 6-2 og mætir belgísku stúlkunni Justine Henin Hardenne í úrslitaleiknum.

