145 manns fórust og 55 slösuðust þegar rússnesk Airbus A-310 farþegaflugvél fórst á flugvellinum í Irkutsk í Síberíu í nótt. Vélin rann yfir flugbrautina, skall utan í steinvegg og hafnaði loks á húsi þar sem hún brotnaði. Vélin varð alelda á skömmum tíma en um 50 manns tókst þó að forða sér úr brennanndi flakinu.
Í vélinni voru 192 farþegar og 8 manna áhöfn. Fjöldi barna á leið í sumarfrí við Baikalvatn var í vélinni. Það tók slökkvilið um þrjár klukkustundir að slökkva í vélini. Björgunarlið er enn að störfum og hafa um 120 lík fundist.