Umboðsmaður Sven-Göran Eriksson, fráfarandi landsliðsþjálfara Englendinga, segir að Svíinn hafi nýlega hafnað tilboði um að taka við liði sem spilar í meistaradeild Evrópu. Hann tekur fram að liðið sé ekki frá Englandi, en auk þess á Eriksson að hafa hafnað tilboði um að taka við landsliði Jamaíka á dögunum.
