Valsmenn komnir yfir
Valsmenn eru komnir 1-0 yfir gegn Breiðablik í Laugardalnum. Valsmenn fengu vítaspyrnu á 70. mínútu leiksins, en Hjörvar Hafliðason, markvörður og fyrirliði Blika, varði spyrnu Garðars Gunnlaugssonar. Upp úr því fengu Valsarar hornspyrnu og eftir hana skoraði Pálmi Rafn Pálmason og kom Val yfir.