
Sport
Fylkir - Víkingur í beinni á Sýn

Leikur Fylkis og Víkings í Landsbankadeild karla í knattspyrnu verður sýndur beint á Sýn í kvöld og hefst útsending klukkan 19:45. Þetta er næstsíðasti leikurinn í 10. umferðinni. Nýliðar Víkings sitja nokkuð óvænt í öðru sæti Landsbankadeildarinnar með 14 stig og Fylkir er í fimmta sæti með einu stigi minna og getur því skotist í annað sætið með sigri í Árbænum í kvöld.