Varnarmaðurinn Marco Materazzi vill að Zinedine Zidane haldi gullknettinum, verðlaununum sem hann fékk fyrir að vera kjörinn besti leikmaðurinn á HM. Borist hefur í tal að verðlaunin verði tekin af Zidane eftir að hann gerðist sekur um líkamsárás í úrslitaleiknum, en það hefur ekki áhrif á skoðun fórnarlambs árásarinnar, hinn ítalska Materazzi.
"Zidane á að sjálfssögðu að halda viðurkenningu sinni. Hann var frábær á mótinu og það er ekki hægt að taka það af honum," sagði Materazzi, sem í gær neitaði ásökunum Zidane um að hafa hraunað yfir fjölskyldu hans.
"Ég hef ætíð dáðst að Zidane sem knattspyrnumanni og á meira að segja eina af treyjunum hans heima í skáp síðan ég lék með Perugia og hann með Juventus," sagði Materazzi.