Söguganga um Oddeyrina á Akureyri 14. júlí 2006 11:00 Árleg söguganga um elsta hluta Oddeyrar verður farin laugardaginn 15. júlí. Lagt verður af stað frá Gránufélagshúsunum kl. 14. Oddeyrin er ein sandeyranna sem Akureyri byggðist á í upphafi. Hún er mynduð af framburði Glerár sem áður fyrr átti farveg til sjávar suður í Hofsbótina. Fyrstu heimildir um mannaferðir á Oddeyri eru í Vígaglúmssögu, og í Sturlungu. Á Oddeyri fóru fram opinberar samkomur á miðöldum og þar var sjálfkjörinn samkomustaður á 19. öldinni. Fyrstu húsin risu á Oddeyri árið 1858 og upp úr 1870 fór Gránufélagið að byggja upp hús sín sem enn standa og eru friðuð samkvæmt húsafriðunarlögum. Um aldamótin 1900 var gatnakerfið á syðri hluta Oddeyrar komið, Strandgatan og flestar hliðargötur út frá henni. Á þessu svæði er að finna samfellda timburhúsabyggð með sýnishornum af ýmsu tagi. Þar eru tvílyft hús byggð undir áhrifum af Schweizerstíl, og lágreist, margviðbyggð hús, en einnig eru elstu steinsteyptu húsin á Akureyri á sunnanverðri Oddeyri. Margskonar atvinnustarfsemi hefur verið á Eyrinni, fiskvinnsla, matvælaiðnaður og þjónusta, og þar hafa komið við sögu nokkrir vel þekktir einstaklingar úr sögu Akureyrar. Í göngunni verður sagan rifjuð upp, og gömlum Eyrarbúum er velkomið að leggja orð í belg. Ekkert þátttökugjald er í gönguna sem tekur um tvo tíma og hentar öllum. Leiðsögn verður á íslensku Lífið Menning Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Fleiri fréttir Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Sjá meira
Árleg söguganga um elsta hluta Oddeyrar verður farin laugardaginn 15. júlí. Lagt verður af stað frá Gránufélagshúsunum kl. 14. Oddeyrin er ein sandeyranna sem Akureyri byggðist á í upphafi. Hún er mynduð af framburði Glerár sem áður fyrr átti farveg til sjávar suður í Hofsbótina. Fyrstu heimildir um mannaferðir á Oddeyri eru í Vígaglúmssögu, og í Sturlungu. Á Oddeyri fóru fram opinberar samkomur á miðöldum og þar var sjálfkjörinn samkomustaður á 19. öldinni. Fyrstu húsin risu á Oddeyri árið 1858 og upp úr 1870 fór Gránufélagið að byggja upp hús sín sem enn standa og eru friðuð samkvæmt húsafriðunarlögum. Um aldamótin 1900 var gatnakerfið á syðri hluta Oddeyrar komið, Strandgatan og flestar hliðargötur út frá henni. Á þessu svæði er að finna samfellda timburhúsabyggð með sýnishornum af ýmsu tagi. Þar eru tvílyft hús byggð undir áhrifum af Schweizerstíl, og lágreist, margviðbyggð hús, en einnig eru elstu steinsteyptu húsin á Akureyri á sunnanverðri Oddeyri. Margskonar atvinnustarfsemi hefur verið á Eyrinni, fiskvinnsla, matvælaiðnaður og þjónusta, og þar hafa komið við sögu nokkrir vel þekktir einstaklingar úr sögu Akureyrar. Í göngunni verður sagan rifjuð upp, og gömlum Eyrarbúum er velkomið að leggja orð í belg. Ekkert þátttökugjald er í gönguna sem tekur um tvo tíma og hentar öllum. Leiðsögn verður á íslensku
Lífið Menning Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Fleiri fréttir Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Sjá meira