Morrissey mætir á klakann - Miðasala hefst á morgun 17. júlí 2006 10:30 Morrissey, einhver áhrifamesti tónlistarmaður Breta undanfarin rúm 20 ár heimsækir Íslendinga í næsta mánuði. Hann stofnaði The Smiths ásamt Johnny Marr í upphafi 9. áratugarins og vakti sú sveit strax gríðarmikla athygli. Það sem vakti helst athygli var sérstakur söngstíll Morrissey, magnaðir textar hans sem og gríðarlega melódískar lagasmíðar Johnny Marr. Á þeim eingöngu 5 til 6 árum sem The Smiths starfaði tókst þeim að byggja upp ótrúlega stóran og dyggan aðdáendahóp, og varð Morrissey goðsögn í lifanda lífi. Margar af hljómplötum Smiths eru taldar til bestu platna allra tíma, má þar nefna The Queen is Dead (1986), Meat is Murder 1985) og Hatful of Hollow (1984). Morrissey varð fljótlega ein af þekktustu en jafnframt umdeildustu poppstjörnum Breta. Hann er einkar mælskur og hefur sterkar skoðanir á þjóðfélagsmálum og gagnrýndi stjórnvöld harðlega. Slíkt var hressandi mótvægi við skoðanaleysið og hina andlegu deyfð sem einkenndi margar af vinsælustu hljómsveitum 9. áratugarins. Oft er talað um að breska tónlistarpressan bíði ennþá eftir arftökum Smiths og hafa margir verið tilkallaðir en enginn útvalinn. Altént er ljóst að The Smiths er einhver áhrifamesta popphljómsveit sem komið hefur fram frá því Bítlarnir voru og hétu. The Smiths lagði upp laupana á hátindi ferils sins árið 1987, um það leyti sem síðasta plata hljómsveitarinnar Strangeways, here we come kom út. Morrissey hóf strax í kjölfarið vel heppnaðan sólóferil. Fyrsta sólóplatan Viva Hate sem kom út 1988 fékk gríðargóðar viðtökur og er hún og margar aðrar plötur sólóferilsins taldar til hans bestu verka, sem og plöturnar Your Arsenal og Vauxhall and I svo dæmi séu tekin. Morrissey tókst meðal annars að leggja Bandaríkjamarkað að fótum sér, sem var eitthvað sem The Smiths hafði ekki tekist. Þegar líða tók að aldamótunum fór minna fyrir Morrissey og tók hann sér hlé frá útgáfu tónlistar frá 1997 einungis til þess að snúa aftur af miklum krafti með útkomu hinnar frábæru You are the Quarry árið 2004. Í kjölfarið fylgdi gríðarvel sótt tónleikaferð, og síðan ný plata síðastliðið vor The Ringleader of the Tormentors sem flestir eru sammála um að sé með því besta sem Morrissey hefur nokkurn tíma sent frá sér. Það má því segja að hann sé enn og aftur á hátindi ferils síns. Tónleikar Morrissey þykja með þeim magnaðri sem sjást og er ljóst að hann leggur sig gríðarlega fram á þeim. Þá mögnuðu stemmningu sem jafnan myndast á tónleikum Morrissey má jafnframt þakka aðdáendum hans sem margir virðast líta á hann sem veru af öðrum heimi, og ósjaldan sjást aðdáendur ryðjast upp á svið til þess eins að fá að faðma manninn að sér. Ljóst er að von er á einum af merkustu tónlistarviðburðum allra tíma á Íslandi í Laugardalshöll þann 12. ágúst. Miðasala hefst þriðjudaginn 18. júlí kl. 10 á midi.is og í verslunum Skífunnar auk valdra BT verslana. Lífið Menning Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Fleiri fréttir Úr lokaþætti Blóðbanda: Fann blóðföðurinn út frá magatilfinningu Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Sjá meira
Morrissey, einhver áhrifamesti tónlistarmaður Breta undanfarin rúm 20 ár heimsækir Íslendinga í næsta mánuði. Hann stofnaði The Smiths ásamt Johnny Marr í upphafi 9. áratugarins og vakti sú sveit strax gríðarmikla athygli. Það sem vakti helst athygli var sérstakur söngstíll Morrissey, magnaðir textar hans sem og gríðarlega melódískar lagasmíðar Johnny Marr. Á þeim eingöngu 5 til 6 árum sem The Smiths starfaði tókst þeim að byggja upp ótrúlega stóran og dyggan aðdáendahóp, og varð Morrissey goðsögn í lifanda lífi. Margar af hljómplötum Smiths eru taldar til bestu platna allra tíma, má þar nefna The Queen is Dead (1986), Meat is Murder 1985) og Hatful of Hollow (1984). Morrissey varð fljótlega ein af þekktustu en jafnframt umdeildustu poppstjörnum Breta. Hann er einkar mælskur og hefur sterkar skoðanir á þjóðfélagsmálum og gagnrýndi stjórnvöld harðlega. Slíkt var hressandi mótvægi við skoðanaleysið og hina andlegu deyfð sem einkenndi margar af vinsælustu hljómsveitum 9. áratugarins. Oft er talað um að breska tónlistarpressan bíði ennþá eftir arftökum Smiths og hafa margir verið tilkallaðir en enginn útvalinn. Altént er ljóst að The Smiths er einhver áhrifamesta popphljómsveit sem komið hefur fram frá því Bítlarnir voru og hétu. The Smiths lagði upp laupana á hátindi ferils sins árið 1987, um það leyti sem síðasta plata hljómsveitarinnar Strangeways, here we come kom út. Morrissey hóf strax í kjölfarið vel heppnaðan sólóferil. Fyrsta sólóplatan Viva Hate sem kom út 1988 fékk gríðargóðar viðtökur og er hún og margar aðrar plötur sólóferilsins taldar til hans bestu verka, sem og plöturnar Your Arsenal og Vauxhall and I svo dæmi séu tekin. Morrissey tókst meðal annars að leggja Bandaríkjamarkað að fótum sér, sem var eitthvað sem The Smiths hafði ekki tekist. Þegar líða tók að aldamótunum fór minna fyrir Morrissey og tók hann sér hlé frá útgáfu tónlistar frá 1997 einungis til þess að snúa aftur af miklum krafti með útkomu hinnar frábæru You are the Quarry árið 2004. Í kjölfarið fylgdi gríðarvel sótt tónleikaferð, og síðan ný plata síðastliðið vor The Ringleader of the Tormentors sem flestir eru sammála um að sé með því besta sem Morrissey hefur nokkurn tíma sent frá sér. Það má því segja að hann sé enn og aftur á hátindi ferils síns. Tónleikar Morrissey þykja með þeim magnaðri sem sjást og er ljóst að hann leggur sig gríðarlega fram á þeim. Þá mögnuðu stemmningu sem jafnan myndast á tónleikum Morrissey má jafnframt þakka aðdáendum hans sem margir virðast líta á hann sem veru af öðrum heimi, og ósjaldan sjást aðdáendur ryðjast upp á svið til þess eins að fá að faðma manninn að sér. Ljóst er að von er á einum af merkustu tónlistarviðburðum allra tíma á Íslandi í Laugardalshöll þann 12. ágúst. Miðasala hefst þriðjudaginn 18. júlí kl. 10 á midi.is og í verslunum Skífunnar auk valdra BT verslana.
Lífið Menning Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Fleiri fréttir Úr lokaþætti Blóðbanda: Fann blóðföðurinn út frá magatilfinningu Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Sjá meira