Líf, leikur og list 21. júlí 2006 15:00 Frá miðaldarmarkaðnum í fyrra. MYNS/ Hörður Geirsson Minjasafnið á Akureyri stendur fyrir Miðaldamarkaði á Gásum í Eyjafirði laugardaginn 22. og sunnudaginn 23. júlí næstkomandi milli kl. 10 og 16 báða dagana. Þar fá gestir tækifæri til þess að staldra við á síðmiðöldum og kynnast bæði starfsháttum og menningu þessa tíma. Kaupmenn og handverksfólk í miðaldaklæðnaði verður við leik og störf. Seldur verður innlendur og erlendur varningur og unnið verður að ýmiss konar handverki, svo sem vattarsaumi, tálgun og skósaum, auk þess sem spáð verður í rúnir. Einnig verður brennisteinn úr Námafjalli hreinsaður með gömlum aðferðum og skotið verður úr miðaldafallbyssu út í Eyjafjörð kl. 11:30, 13:30 og 16. Þá munu danskir riddarar berjast á jörðu niðri með spjótum og sverðum kl. 11, 13, og 15:30, járnsmiður verður að störfum milli kl. 13 og 15 og sönghópurinn Hymnodia syngur miðaldalög kl. 12 og 15. Fornleifafræðingar frá Fornleifastofnun Íslands, sem nú vinnur að fornleifarannsóknum á miðaldakaupstaðnum Gásum, verða að störfum báða dagana milli kl. 12 og 15 auk þess sem boðið verður uppá leiðsögn um uppgraftarsvæðið kl. 10:30, 12:30 og 15. Einnig gefst gestum tækifæri til að bregða á leik og reyna sig við bæði bogfimi og steinakast og milli kl. 14 og 16 verður teymt undir yngstu gestunum, sem fá að skella sér á bak hestum með þófa. Síðast en ekki síst verður hægt að gæða sér á kjötsúpu að miðaldasið í boði Norðlenska, Samkaupa/Úrvals og FRIÐRIKS V. Aðgangseyrir er 500 krónur fyrir fullorðna en frítt fyrir börn. Dagskrá helgarinnar er eins báða dagana og hana má sjá í heild sinni á heimasíðunum www.gasir.is og www.akmus.is Samstarfsaðilar að miðaldamarkaðnum auk fyrrnefndra aðila eru handverksfólk og áhugafólk um miðaldir úr Eyjafirði, Gásavinafélagið og starfsfólk Middelaldercentret í Nykøbing - Falster í Danmörku og Vikingmuséet Borg á Lófoten í Noregi, en þátttaka hinna síðasttöldu er hluti af samnorrænu verkefni sem styrkt er af Norræna Menningarsjóðnum (Nordisk Kulturfond). Lífið Menning Mest lesið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi Tíska og hönnun Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Fleiri fréttir Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Sjá meira
Minjasafnið á Akureyri stendur fyrir Miðaldamarkaði á Gásum í Eyjafirði laugardaginn 22. og sunnudaginn 23. júlí næstkomandi milli kl. 10 og 16 báða dagana. Þar fá gestir tækifæri til þess að staldra við á síðmiðöldum og kynnast bæði starfsháttum og menningu þessa tíma. Kaupmenn og handverksfólk í miðaldaklæðnaði verður við leik og störf. Seldur verður innlendur og erlendur varningur og unnið verður að ýmiss konar handverki, svo sem vattarsaumi, tálgun og skósaum, auk þess sem spáð verður í rúnir. Einnig verður brennisteinn úr Námafjalli hreinsaður með gömlum aðferðum og skotið verður úr miðaldafallbyssu út í Eyjafjörð kl. 11:30, 13:30 og 16. Þá munu danskir riddarar berjast á jörðu niðri með spjótum og sverðum kl. 11, 13, og 15:30, járnsmiður verður að störfum milli kl. 13 og 15 og sönghópurinn Hymnodia syngur miðaldalög kl. 12 og 15. Fornleifafræðingar frá Fornleifastofnun Íslands, sem nú vinnur að fornleifarannsóknum á miðaldakaupstaðnum Gásum, verða að störfum báða dagana milli kl. 12 og 15 auk þess sem boðið verður uppá leiðsögn um uppgraftarsvæðið kl. 10:30, 12:30 og 15. Einnig gefst gestum tækifæri til að bregða á leik og reyna sig við bæði bogfimi og steinakast og milli kl. 14 og 16 verður teymt undir yngstu gestunum, sem fá að skella sér á bak hestum með þófa. Síðast en ekki síst verður hægt að gæða sér á kjötsúpu að miðaldasið í boði Norðlenska, Samkaupa/Úrvals og FRIÐRIKS V. Aðgangseyrir er 500 krónur fyrir fullorðna en frítt fyrir börn. Dagskrá helgarinnar er eins báða dagana og hana má sjá í heild sinni á heimasíðunum www.gasir.is og www.akmus.is Samstarfsaðilar að miðaldamarkaðnum auk fyrrnefndra aðila eru handverksfólk og áhugafólk um miðaldir úr Eyjafirði, Gásavinafélagið og starfsfólk Middelaldercentret í Nykøbing - Falster í Danmörku og Vikingmuséet Borg á Lófoten í Noregi, en þátttaka hinna síðasttöldu er hluti af samnorrænu verkefni sem styrkt er af Norræna Menningarsjóðnum (Nordisk Kulturfond).
Lífið Menning Mest lesið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi Tíska og hönnun Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Fleiri fréttir Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Sjá meira