Líf, leikur og list 21. júlí 2006 15:00 Frá miðaldarmarkaðnum í fyrra. MYNS/ Hörður Geirsson Minjasafnið á Akureyri stendur fyrir Miðaldamarkaði á Gásum í Eyjafirði laugardaginn 22. og sunnudaginn 23. júlí næstkomandi milli kl. 10 og 16 báða dagana. Þar fá gestir tækifæri til þess að staldra við á síðmiðöldum og kynnast bæði starfsháttum og menningu þessa tíma. Kaupmenn og handverksfólk í miðaldaklæðnaði verður við leik og störf. Seldur verður innlendur og erlendur varningur og unnið verður að ýmiss konar handverki, svo sem vattarsaumi, tálgun og skósaum, auk þess sem spáð verður í rúnir. Einnig verður brennisteinn úr Námafjalli hreinsaður með gömlum aðferðum og skotið verður úr miðaldafallbyssu út í Eyjafjörð kl. 11:30, 13:30 og 16. Þá munu danskir riddarar berjast á jörðu niðri með spjótum og sverðum kl. 11, 13, og 15:30, járnsmiður verður að störfum milli kl. 13 og 15 og sönghópurinn Hymnodia syngur miðaldalög kl. 12 og 15. Fornleifafræðingar frá Fornleifastofnun Íslands, sem nú vinnur að fornleifarannsóknum á miðaldakaupstaðnum Gásum, verða að störfum báða dagana milli kl. 12 og 15 auk þess sem boðið verður uppá leiðsögn um uppgraftarsvæðið kl. 10:30, 12:30 og 15. Einnig gefst gestum tækifæri til að bregða á leik og reyna sig við bæði bogfimi og steinakast og milli kl. 14 og 16 verður teymt undir yngstu gestunum, sem fá að skella sér á bak hestum með þófa. Síðast en ekki síst verður hægt að gæða sér á kjötsúpu að miðaldasið í boði Norðlenska, Samkaupa/Úrvals og FRIÐRIKS V. Aðgangseyrir er 500 krónur fyrir fullorðna en frítt fyrir börn. Dagskrá helgarinnar er eins báða dagana og hana má sjá í heild sinni á heimasíðunum www.gasir.is og www.akmus.is Samstarfsaðilar að miðaldamarkaðnum auk fyrrnefndra aðila eru handverksfólk og áhugafólk um miðaldir úr Eyjafirði, Gásavinafélagið og starfsfólk Middelaldercentret í Nykøbing - Falster í Danmörku og Vikingmuséet Borg á Lófoten í Noregi, en þátttaka hinna síðasttöldu er hluti af samnorrænu verkefni sem styrkt er af Norræna Menningarsjóðnum (Nordisk Kulturfond). Lífið Menning Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Fleiri fréttir Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Sjá meira
Minjasafnið á Akureyri stendur fyrir Miðaldamarkaði á Gásum í Eyjafirði laugardaginn 22. og sunnudaginn 23. júlí næstkomandi milli kl. 10 og 16 báða dagana. Þar fá gestir tækifæri til þess að staldra við á síðmiðöldum og kynnast bæði starfsháttum og menningu þessa tíma. Kaupmenn og handverksfólk í miðaldaklæðnaði verður við leik og störf. Seldur verður innlendur og erlendur varningur og unnið verður að ýmiss konar handverki, svo sem vattarsaumi, tálgun og skósaum, auk þess sem spáð verður í rúnir. Einnig verður brennisteinn úr Námafjalli hreinsaður með gömlum aðferðum og skotið verður úr miðaldafallbyssu út í Eyjafjörð kl. 11:30, 13:30 og 16. Þá munu danskir riddarar berjast á jörðu niðri með spjótum og sverðum kl. 11, 13, og 15:30, járnsmiður verður að störfum milli kl. 13 og 15 og sönghópurinn Hymnodia syngur miðaldalög kl. 12 og 15. Fornleifafræðingar frá Fornleifastofnun Íslands, sem nú vinnur að fornleifarannsóknum á miðaldakaupstaðnum Gásum, verða að störfum báða dagana milli kl. 12 og 15 auk þess sem boðið verður uppá leiðsögn um uppgraftarsvæðið kl. 10:30, 12:30 og 15. Einnig gefst gestum tækifæri til að bregða á leik og reyna sig við bæði bogfimi og steinakast og milli kl. 14 og 16 verður teymt undir yngstu gestunum, sem fá að skella sér á bak hestum með þófa. Síðast en ekki síst verður hægt að gæða sér á kjötsúpu að miðaldasið í boði Norðlenska, Samkaupa/Úrvals og FRIÐRIKS V. Aðgangseyrir er 500 krónur fyrir fullorðna en frítt fyrir börn. Dagskrá helgarinnar er eins báða dagana og hana má sjá í heild sinni á heimasíðunum www.gasir.is og www.akmus.is Samstarfsaðilar að miðaldamarkaðnum auk fyrrnefndra aðila eru handverksfólk og áhugafólk um miðaldir úr Eyjafirði, Gásavinafélagið og starfsfólk Middelaldercentret í Nykøbing - Falster í Danmörku og Vikingmuséet Borg á Lófoten í Noregi, en þátttaka hinna síðasttöldu er hluti af samnorrænu verkefni sem styrkt er af Norræna Menningarsjóðnum (Nordisk Kulturfond).
Lífið Menning Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Fleiri fréttir Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Sjá meira