Biggi og fimm manna hljómsveit 20. júlí 2006 10:06 The Bigital Orchestra heldur eina tónleika í Reykjavík að þessu sinni. Þeir verða í 12 Tónum á morgun kl 17:00 The Bigital Orchestra leikur fyrir gesti og gangandi í verslun 12 Tóna að Skólavörðustíg 15 á morgun 21. júlí. Tónleikarnir hefjast klukkan 17:00 og verða léttar veitingar á boðstólnum. Tónleikarnir í 12 Tónum eru einu tónleikar Bigga í Reykjavík í þetta skiptið en hann heldur með hljómsveit sína beint á Listahátíð ungs fólks á Austurlandi, L.UNG.A, þar sem sveitin spilar á risatónlistarveislu laugardaginn 22. júlí en svo heldur sveitin ásamt Bigga heim á ný. Birgir Örn Steinarsson sem er betur þekktur sem Biggi úr Maus er maðurinn á bakvið hljómsveitina en hann hefur verið búsettur í London um nokkurt skeið þar sem hann hefur unnið að sinni fyrstu sólóplötu sem kemur út á vegum 12 Tóna í september. Platan hefur hlotið nafnið "id". Biggi býr og starfar enn í London þar sem hann kemur reglulega fram með sinni 5 manna sveit sem er mönnuð djass- og klassískmenntuðum hljóðfæraleikurum. Sveitina kallar hann The Bigital Orchestra. Biggi er búinn að vera prufa sig áfram með eigið efni í nokkur ár en það var ekki fyrr en í lok árs 2004, eftir að það varð ljóst að Maus væri á leiðinni í áralangt frí, að hann ákvað að klára plötu einn síns liðs. Hann sá samstarfsslitin líka sem gott tækifæri til þess að skipta um umhverfi og fluttist til London til að einbeita sér að tónlistarsköpun sinni. Fyrsta lagið af "id" sem er komið í spilun á helstu útvarpsstöðvum heitir The Hard Way og er popplag sem ætti að vera ágætis vísbending um þá stefnubreytingu sem Biggi hefur tekið frá þeirri tónlist sem Maus er þekkt fyrir. Platan er unnin með breskum raftónlistargúru að nafni Tim Simenon sem hingað til hefur verið þekktastur fyrir störf sín með Depeche Mode, Neneh Cherry, Sinead O´Connor, Björk og sinni eigin hljómsveit Bomb The Bass. Lagið "The Hard Way" og önnur hljóðdæmi eftir Bigga er að finna á myspace síðu hans, myspace.com/bigital. Lífið Menning Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fleiri fréttir Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Sjá meira
The Bigital Orchestra leikur fyrir gesti og gangandi í verslun 12 Tóna að Skólavörðustíg 15 á morgun 21. júlí. Tónleikarnir hefjast klukkan 17:00 og verða léttar veitingar á boðstólnum. Tónleikarnir í 12 Tónum eru einu tónleikar Bigga í Reykjavík í þetta skiptið en hann heldur með hljómsveit sína beint á Listahátíð ungs fólks á Austurlandi, L.UNG.A, þar sem sveitin spilar á risatónlistarveislu laugardaginn 22. júlí en svo heldur sveitin ásamt Bigga heim á ný. Birgir Örn Steinarsson sem er betur þekktur sem Biggi úr Maus er maðurinn á bakvið hljómsveitina en hann hefur verið búsettur í London um nokkurt skeið þar sem hann hefur unnið að sinni fyrstu sólóplötu sem kemur út á vegum 12 Tóna í september. Platan hefur hlotið nafnið "id". Biggi býr og starfar enn í London þar sem hann kemur reglulega fram með sinni 5 manna sveit sem er mönnuð djass- og klassískmenntuðum hljóðfæraleikurum. Sveitina kallar hann The Bigital Orchestra. Biggi er búinn að vera prufa sig áfram með eigið efni í nokkur ár en það var ekki fyrr en í lok árs 2004, eftir að það varð ljóst að Maus væri á leiðinni í áralangt frí, að hann ákvað að klára plötu einn síns liðs. Hann sá samstarfsslitin líka sem gott tækifæri til þess að skipta um umhverfi og fluttist til London til að einbeita sér að tónlistarsköpun sinni. Fyrsta lagið af "id" sem er komið í spilun á helstu útvarpsstöðvum heitir The Hard Way og er popplag sem ætti að vera ágætis vísbending um þá stefnubreytingu sem Biggi hefur tekið frá þeirri tónlist sem Maus er þekkt fyrir. Platan er unnin með breskum raftónlistargúru að nafni Tim Simenon sem hingað til hefur verið þekktastur fyrir störf sín með Depeche Mode, Neneh Cherry, Sinead O´Connor, Björk og sinni eigin hljómsveit Bomb The Bass. Lagið "The Hard Way" og önnur hljóðdæmi eftir Bigga er að finna á myspace síðu hans, myspace.com/bigital.
Lífið Menning Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fleiri fréttir Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Sjá meira