Newcastle vann í dag nokkuð öruggan 3-0 útisigur á norska liðinu Lilleström í forkeppnni Evrópukeppni félagsliða í Noregi. Fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli og því er Newcastle komið áfram í keppninni. Shola Ameobi skoraði tvö mörk fyrir Newcastle og Emre eitt.
Þá féll skoska liðið Hibernian frá Edinborg nokkuð óvænt úr keppni í Intertoto bikarnum fyrir danska liðinu Odense í dag þrátt fyrir 2-1 sigur á heimavelli sínum, en danska liðið vann fyrri leikinn 1-0 og fer áfram á útimörkum.