Óvænt heimsókn 24. júlí 2006 19:03 Mynd/AP Rice kom óvænt til Beirút í morgun og var flogið með hana þangað frá Kýpur. Mikil leynd hvíldi yfir ferðaáætlun Rice og var ekki búist við því að hún myndi fyrst stíga fæti í Líbanon. Rice átt fund með Fouad Siniora, forsætisráðherra. Eftir fundinn hrósaði Rice Siniora fyrir hugrekki og staðfestu. Hún sagði einnig mikilvægt að tryggja að Hizbollah liðar gætu ekki gert flugskeytaárásir af líbönsku landsvæði. Deilt hefur verið um hvort réttast sé að gera kröfum um skilyrðislaust vopnahlé hið fyrsta líkt og Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur krafist. Bush Bandaríkjaforseti og Blair forsætisráðherra Bretlands hafa ekki ljáð máls á því og ítrekaði Rice þá stefnu stjórnvalda í Washington á leið sinni til Beirút þegar hún sagði nauðsynlegt að tryggja vopnahlé á svæðinu en aðeins þegar ástandið væri ásættanleg eins og hún orðaði það. Tony Snow, talsmaður Bandaríkjaforseta, sagði sídegis að erfitt yrði að framfylgja vopnahlé nú vegna átaka Ísarela og Hizbollah liða. Hann bætti því við að töluvert af hjálpargögnum myndi byrja að berast með skipum og þyrlum til Líbana á morgun. Fjölmargir Líbanar komu saman í rústum Beirút-borgar í dag til að mótmæla heimsókn Rice. Þeir reyndu að brjóta sér leið að skrifstofu forsætisráðherrans en verðir og lögreglumenn komu í veg fyrir það. Íbúar í Líbanon telja alþjóðasamfélagið hafa bruðist sér með því að ekki hafi verið gerð skýr krafa um skilyrðislaust vopnahlé. Rice heldur síðan til Ísraels í kvöld þar sem hún mun eiga fund með Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels. Barist hefur verið í Líbanon í dag en á þrettán dögum hafa rúmlega þrjú hundruð og sjötíu Líbanar og tæplega fjörutíu Ísraelar fallið í átökum og árásum. Fréttir Innlent Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira
Rice kom óvænt til Beirút í morgun og var flogið með hana þangað frá Kýpur. Mikil leynd hvíldi yfir ferðaáætlun Rice og var ekki búist við því að hún myndi fyrst stíga fæti í Líbanon. Rice átt fund með Fouad Siniora, forsætisráðherra. Eftir fundinn hrósaði Rice Siniora fyrir hugrekki og staðfestu. Hún sagði einnig mikilvægt að tryggja að Hizbollah liðar gætu ekki gert flugskeytaárásir af líbönsku landsvæði. Deilt hefur verið um hvort réttast sé að gera kröfum um skilyrðislaust vopnahlé hið fyrsta líkt og Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur krafist. Bush Bandaríkjaforseti og Blair forsætisráðherra Bretlands hafa ekki ljáð máls á því og ítrekaði Rice þá stefnu stjórnvalda í Washington á leið sinni til Beirút þegar hún sagði nauðsynlegt að tryggja vopnahlé á svæðinu en aðeins þegar ástandið væri ásættanleg eins og hún orðaði það. Tony Snow, talsmaður Bandaríkjaforseta, sagði sídegis að erfitt yrði að framfylgja vopnahlé nú vegna átaka Ísarela og Hizbollah liða. Hann bætti því við að töluvert af hjálpargögnum myndi byrja að berast með skipum og þyrlum til Líbana á morgun. Fjölmargir Líbanar komu saman í rústum Beirút-borgar í dag til að mótmæla heimsókn Rice. Þeir reyndu að brjóta sér leið að skrifstofu forsætisráðherrans en verðir og lögreglumenn komu í veg fyrir það. Íbúar í Líbanon telja alþjóðasamfélagið hafa bruðist sér með því að ekki hafi verið gerð skýr krafa um skilyrðislaust vopnahlé. Rice heldur síðan til Ísraels í kvöld þar sem hún mun eiga fund með Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels. Barist hefur verið í Líbanon í dag en á þrettán dögum hafa rúmlega þrjú hundruð og sjötíu Líbanar og tæplega fjörutíu Ísraelar fallið í átökum og árásum.
Fréttir Innlent Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira