Gæti ekki verið sáttari 26. júlí 2006 21:30 Logi Geirsson segir að HM í Þýskalandi eigi eftir að verða mikil lyftistöng fyrir handboltann og bindur miklar vonir við íslenska landsliðið Mynd/Jurgen Hagemann Landsliðsmaðurinn Logi Geirsson hefur framlengt samning sinn við þýska liðið Lemgo til ársins 2010. Logi hefur verið óheppinn með meiðsli á síðustu misserum, en er nú að ná fullum styrk og er yfir sig ánægður með lífið og tilveruna eins og hans er von og vísa. "Ég held bara að ég gæti ekki verið sáttari," sagði Logi í kvöld þegar Vísir náði tali af honum. "Ég átti eitt ár eftir af gamla samningnum mínum en nú er ég búinn að skrifa undir nýjan og miklu betri samning til ársins 2010 og það er mjög jákvætt. Þeir buðu mér fyrst nokkuð lakari samning fyrir tveimur mánuðum síðan, en svo fóru önnur lið að hafa samband við mig og sýna áhuga. Í framhaldi af því komst ég í nokkuð sterkari stöðu við að semja og landaði þessum fína samningi í kjölfarið." Logi segir lækna loksins hafa fengið botn í bakmeiðslin sem hafa verið að hrjá hann til þessa og segir að ef hann fari að finna til þeirra á ný, verði hægt að laga þau með tiltölulega einfaldri aðgerð. Hann segist líka hlakka til þess að fá að sanna sig með landsliðinu eftir meiðslavonbrigðin að undanförnu. "Það hefur verið erfitt að vera fyrir utan þetta fram að þessu, því það er auðvitað toppurinn að spila með landsliðinu. Það er gríðarleg stemming í strákunum sem spila hérna í Þýskalandi og stefnan er auðvitað sett á að gera góða hluti á HM. Íslenska liðið er auðvitað frábærlega vel mannað og ég sé enga ástæðu til annars en að liðið geti gert fína hluti á mótinu," sagði Logi, sem skartar nú nýrri hárgreiðslu að hætti hússins. Erlendar Handbolti Íþróttir Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Logi Geirsson hefur framlengt samning sinn við þýska liðið Lemgo til ársins 2010. Logi hefur verið óheppinn með meiðsli á síðustu misserum, en er nú að ná fullum styrk og er yfir sig ánægður með lífið og tilveruna eins og hans er von og vísa. "Ég held bara að ég gæti ekki verið sáttari," sagði Logi í kvöld þegar Vísir náði tali af honum. "Ég átti eitt ár eftir af gamla samningnum mínum en nú er ég búinn að skrifa undir nýjan og miklu betri samning til ársins 2010 og það er mjög jákvætt. Þeir buðu mér fyrst nokkuð lakari samning fyrir tveimur mánuðum síðan, en svo fóru önnur lið að hafa samband við mig og sýna áhuga. Í framhaldi af því komst ég í nokkuð sterkari stöðu við að semja og landaði þessum fína samningi í kjölfarið." Logi segir lækna loksins hafa fengið botn í bakmeiðslin sem hafa verið að hrjá hann til þessa og segir að ef hann fari að finna til þeirra á ný, verði hægt að laga þau með tiltölulega einfaldri aðgerð. Hann segist líka hlakka til þess að fá að sanna sig með landsliðinu eftir meiðslavonbrigðin að undanförnu. "Það hefur verið erfitt að vera fyrir utan þetta fram að þessu, því það er auðvitað toppurinn að spila með landsliðinu. Það er gríðarleg stemming í strákunum sem spila hérna í Þýskalandi og stefnan er auðvitað sett á að gera góða hluti á HM. Íslenska liðið er auðvitað frábærlega vel mannað og ég sé enga ástæðu til annars en að liðið geti gert fína hluti á mótinu," sagði Logi, sem skartar nú nýrri hárgreiðslu að hætti hússins.
Erlendar Handbolti Íþróttir Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Sjá meira