Einn maður er í lífshættu eftir að ráðist var á hann og vinnufélaga hans á skemmtistaðnum Pan Club í Kaupmannahöfn í nótt. Á Fréttavef Politiken segir að átök hafi brotist út um við skemmtistaðinn milli þriggja dyravarða og fjölda manna sem enduðu með því að tveir þeirra voru stungnir með hníf. Lögreglan hefur handtekið þrjá menn í tengslum við málið sem er í rannsókn.
