Dómur yfir Saddam Hussein, fyrrverandi Íraksforseta, er væntanlegur sextánda október næstkomandi en réttarhöldum yfir honum og sjö öðrum lauk í dag. Saddam er ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu og gæti átt yfir höfði sér dauðadóm verði hann sakfelldur.

