Jafnt í hálfleik hjá Val og Bröndby
Ekkert mark hefur litið dagsins ljós í leik Vals og Bröndby í forkeppni Evrópukeppni félagsliða þegar flautað hefur verið til leikhlés. Valsmenn hafa verið sterkari aðilinn á vellinum en hafa þó ekki skapað sér mörg marktækifæri. Danska liðið vann fyrri leikinn 3-1 og því er erfitt verkefni framundan hjá Hlíðarendapiltum.
Mest lesið
Fleiri fréttir
