Skákhátíð á Grænlandi hefst á þriðjudag 31. júlí 2006 17:30 Skákhátíð á Grænlandi hefst á morgun, hátíðin stendur í heila viku og nær til þorpa og bæja á austurströnd Grænlands. Skákfélagið Hrókurinn heldur fylktu liði til Grænlands nú í vikunni, þar sem efnt verður til skákhátíðar fjórða árið í röð. Hátíðin stendur í heila viku og nær til þorpa og bæja á austurströnd Grænlands. Um 40 manns eru í föruneyti Hróksins sem efna mun til margra viðburða fyrir börn og fullorðna í fimm þorpum og bæjum. Hápunktur hátíðarinnar er IV. alþjóðlega Grænlandsmótið - Flugfélagsmótið 2006.Hátíðin hefst í Tasiilaq, þriðjudaginn 1. ágúst. Tasiilaq, sem margir Íslendingar þekkja betur sem Ammassalik, er stærsti bær Austur-Grænlands.Samkomuhúsi bæjarins verður breytt í skákhöll og haldin námskeið, æfingar, fjöltefli og hraðskákmót út vikuna. Þá munu Hróksmenn heimsækja leikskóla og munaðarleysingjaheimili í Tasiilaq og færa grænlenskum börnum gjafir frá velunnurum á Íslandi.Í vikunni munu Hróksmenn að auki heimsækja lítil þorp í grennd við Tasiilaq, dyggilega studdir liðsmönnum Kátu biskupanna úr Hafnarfirði. Kátu biskuparnir munu meðal annars halda 3ja daga hátíð í Kuummiit, 300 manna þorpi. Þrjú þorp til viðbótar verða heimsótt og slegið upp hátíðum fyrir börn. Sigurður Pétursson, sem hefur viðurefnið ísmaðurinn, mun sigla með leiðangursmenn milli þorpa. Sigurður, sem er löggiltur veiðimaður á grænlenska vísu, gjörþekkir til á Grænlandi og hefur verið mikil hjálparhella við skáklandnámið.Gert er ráð fyrir að tugir Íslendinga og Grænlendinga taki þátt í IV. alþjóðlega Grænlandsmótinu - Flugfélagsmótinu 2006. Meðal keppenda verður Róbert Harðarson, sem sigraði með yfirburðum á mótinu í fyrra, og íslenski stórmeistarinn Henrik Danielsen, skólastjóri Hróksins. Íslensk grunnskólabörn eru líkleg til að láta að sér kveða, en þau skipa sem fyrr stórt hlutverk í sendinefnd Hróksins.Hrókurinn skipuleggur hátíðina á Grænlandi í samvinnu við Kalak, vinafélag Íslands og Grænlands. Aðalbakhjarl skáklandnámsins á Grænlandi er Flugfélag Íslands, en fjölmargir hafa lagt Hróknum lið með einum eða öðrum hætti.Óhætt er að segja að listagyðjan leggi nú Hróknum lið í skáklandnáminu. Hulda Hákon myndlistarmaður mun stýra listasmiðju í Tasiilaq fyrir íslenska og grænlenska listamenn og verður sett upp sýning í vikulokin. Þá verður sýning í skákhöllinni á verkum Jóns Óskars og Tim Vollmer sýnir ljósmyndir frá Íslandi.Hægt verður að fylgjast með hátíðinni á Grænlandi á www.hrokurinn.is. Lífið Menning Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fleiri fréttir Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Sjá meira
Skákfélagið Hrókurinn heldur fylktu liði til Grænlands nú í vikunni, þar sem efnt verður til skákhátíðar fjórða árið í röð. Hátíðin stendur í heila viku og nær til þorpa og bæja á austurströnd Grænlands. Um 40 manns eru í föruneyti Hróksins sem efna mun til margra viðburða fyrir börn og fullorðna í fimm þorpum og bæjum. Hápunktur hátíðarinnar er IV. alþjóðlega Grænlandsmótið - Flugfélagsmótið 2006.Hátíðin hefst í Tasiilaq, þriðjudaginn 1. ágúst. Tasiilaq, sem margir Íslendingar þekkja betur sem Ammassalik, er stærsti bær Austur-Grænlands.Samkomuhúsi bæjarins verður breytt í skákhöll og haldin námskeið, æfingar, fjöltefli og hraðskákmót út vikuna. Þá munu Hróksmenn heimsækja leikskóla og munaðarleysingjaheimili í Tasiilaq og færa grænlenskum börnum gjafir frá velunnurum á Íslandi.Í vikunni munu Hróksmenn að auki heimsækja lítil þorp í grennd við Tasiilaq, dyggilega studdir liðsmönnum Kátu biskupanna úr Hafnarfirði. Kátu biskuparnir munu meðal annars halda 3ja daga hátíð í Kuummiit, 300 manna þorpi. Þrjú þorp til viðbótar verða heimsótt og slegið upp hátíðum fyrir börn. Sigurður Pétursson, sem hefur viðurefnið ísmaðurinn, mun sigla með leiðangursmenn milli þorpa. Sigurður, sem er löggiltur veiðimaður á grænlenska vísu, gjörþekkir til á Grænlandi og hefur verið mikil hjálparhella við skáklandnámið.Gert er ráð fyrir að tugir Íslendinga og Grænlendinga taki þátt í IV. alþjóðlega Grænlandsmótinu - Flugfélagsmótinu 2006. Meðal keppenda verður Róbert Harðarson, sem sigraði með yfirburðum á mótinu í fyrra, og íslenski stórmeistarinn Henrik Danielsen, skólastjóri Hróksins. Íslensk grunnskólabörn eru líkleg til að láta að sér kveða, en þau skipa sem fyrr stórt hlutverk í sendinefnd Hróksins.Hrókurinn skipuleggur hátíðina á Grænlandi í samvinnu við Kalak, vinafélag Íslands og Grænlands. Aðalbakhjarl skáklandnámsins á Grænlandi er Flugfélag Íslands, en fjölmargir hafa lagt Hróknum lið með einum eða öðrum hætti.Óhætt er að segja að listagyðjan leggi nú Hróknum lið í skáklandnáminu. Hulda Hákon myndlistarmaður mun stýra listasmiðju í Tasiilaq fyrir íslenska og grænlenska listamenn og verður sett upp sýning í vikulokin. Þá verður sýning í skákhöllinni á verkum Jóns Óskars og Tim Vollmer sýnir ljósmyndir frá Íslandi.Hægt verður að fylgjast með hátíðinni á Grænlandi á www.hrokurinn.is.
Lífið Menning Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fleiri fréttir Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Sjá meira