Fleiri ísraelskir hermenn kallaðir til þjónustu 31. júlí 2006 18:17 Ísraelskir hermenn leita skjóls í bardaga við Hisbollah skæruliða við landamærin að Líbanon MYND/AP Ísraelar halda áfram loftárásum sínum í Suður-Líbanon, þrátt fyrir heit um að gefa Líbönum grið í tvo sólarhringa. Varnarmálaráðherra Ísraels boðar einnig aukinn landhernað í Líbanon. Að sögn yfirmanna í Ísraelsher er loftárásunum í dag ætlað að styðja við landhernað í Taibe í Suður-Líbanon. Í gær var tilkynnt að hlé yrði gert á árásum í tvo sólahringa og vakti það vonir hjá mörgum um að stutt væri í að stillt yrði til friðar milli Ísraela og Hizbollah-skæruliða. Þær vonir hafa nú dvínað. Hermálayfirvöld hafa tekið skýrt fram að Ísraelar hafi aldrei sagst ætla að gera hlé á árásum eða bardögum á landi, vopnahléð tæki eingöngu til loftárása. Þetta er staðfest af þungum sprengjudyn í Khiam-dalnum í Líbanon, þar sem stórskotaliðsárás Ísraela heldur áfram tuttugasta daginn í röð. Amir Peretz, varnarmálaráðherra Ísraels, sagði að nú yrði sótt gegn skæruliðum Hisbollah af auknu afli og á stærra svæði. Nánari útfærsla á auknum landhernaði verður rædd meðal ráðherra á ísraelska þinginu seinna í dag, en þúsundir hermanna úr varaliði ísraelska hersins hafa verið kallaðir til æfinga og herþjónustu. Ísraelsher sagði hlé á loftárásum gert til þess að gefa saklausum borgurum færi á að flýja frá Suður-Líbanon yfir til norðurhlutans og til að ferja megi hjálpargögn til þeirra svæða þar sem þeirra er mest þörf. Hins vegar þurfti matvælaaðstoð Sameinuðu þjóðanna að aflýsa ferð bílalestar með hjálpargögn til Suður-Líbanons, eftir að Ísraelsher neitaði að tryggja öryggi þeirra og hlífa þeim við árásum. Sameinuðu þjóðirnar hafa frestað um óákveðinn tíma fundi sem Kofi Annan, framkvæmdastjóri samtakanna, boðaði til þar sem átti að hefja undirbúning að skipan og hlutverki fjölþjóðlegs herliðs sem hefði það verkefni að tryggja frið í Líbanon. Fundurinn átti að hefjast síðdegis í dag. Ástæðan fyrir því að honum var frestað mun vera sú að sendifulltrúar ýmissa ríkja vilja að það liggi betur fyrir hver stefnan til framtíðar verði í Mið-Austurlöndum. Bush Bandaríkjaforseti sakaði í dag Írana um að útvega Hizbollah skæruliðum í Suður-Líbanon vopn og fjárstuðning. Hann krafðist þess að stjórnvöld í Teheran hættu því. Auk þess hvatti hann Sýrlendinga til að hætta stuðningi við hryðjuverkamenn og að virða fullveldi Líbanons. Erlent Fréttir Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Sjá meira
Ísraelar halda áfram loftárásum sínum í Suður-Líbanon, þrátt fyrir heit um að gefa Líbönum grið í tvo sólarhringa. Varnarmálaráðherra Ísraels boðar einnig aukinn landhernað í Líbanon. Að sögn yfirmanna í Ísraelsher er loftárásunum í dag ætlað að styðja við landhernað í Taibe í Suður-Líbanon. Í gær var tilkynnt að hlé yrði gert á árásum í tvo sólahringa og vakti það vonir hjá mörgum um að stutt væri í að stillt yrði til friðar milli Ísraela og Hizbollah-skæruliða. Þær vonir hafa nú dvínað. Hermálayfirvöld hafa tekið skýrt fram að Ísraelar hafi aldrei sagst ætla að gera hlé á árásum eða bardögum á landi, vopnahléð tæki eingöngu til loftárása. Þetta er staðfest af þungum sprengjudyn í Khiam-dalnum í Líbanon, þar sem stórskotaliðsárás Ísraela heldur áfram tuttugasta daginn í röð. Amir Peretz, varnarmálaráðherra Ísraels, sagði að nú yrði sótt gegn skæruliðum Hisbollah af auknu afli og á stærra svæði. Nánari útfærsla á auknum landhernaði verður rædd meðal ráðherra á ísraelska þinginu seinna í dag, en þúsundir hermanna úr varaliði ísraelska hersins hafa verið kallaðir til æfinga og herþjónustu. Ísraelsher sagði hlé á loftárásum gert til þess að gefa saklausum borgurum færi á að flýja frá Suður-Líbanon yfir til norðurhlutans og til að ferja megi hjálpargögn til þeirra svæða þar sem þeirra er mest þörf. Hins vegar þurfti matvælaaðstoð Sameinuðu þjóðanna að aflýsa ferð bílalestar með hjálpargögn til Suður-Líbanons, eftir að Ísraelsher neitaði að tryggja öryggi þeirra og hlífa þeim við árásum. Sameinuðu þjóðirnar hafa frestað um óákveðinn tíma fundi sem Kofi Annan, framkvæmdastjóri samtakanna, boðaði til þar sem átti að hefja undirbúning að skipan og hlutverki fjölþjóðlegs herliðs sem hefði það verkefni að tryggja frið í Líbanon. Fundurinn átti að hefjast síðdegis í dag. Ástæðan fyrir því að honum var frestað mun vera sú að sendifulltrúar ýmissa ríkja vilja að það liggi betur fyrir hver stefnan til framtíðar verði í Mið-Austurlöndum. Bush Bandaríkjaforseti sakaði í dag Írana um að útvega Hizbollah skæruliðum í Suður-Líbanon vopn og fjárstuðning. Hann krafðist þess að stjórnvöld í Teheran hættu því. Auk þess hvatti hann Sýrlendinga til að hætta stuðningi við hryðjuverkamenn og að virða fullveldi Líbanons.
Erlent Fréttir Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Sjá meira