Íslenskur mótmælandi í stofufangelsi í Jerúsalem 9. ágúst 2006 12:15 Íslendingur af palestínskum ættum sat í stofufangelsi í Ísrael í fimm daga í síðustu viku. Hann tók þátt í mótmælum gegn stríðinu í Líbanon fyrir utan bandaríska sendiráðið í Jerúsalem og var þar beittur harðræði af lögreglu og síðan handtekinn. Mál hans kemur til frekari meðferðar og óvíst hvort honum leyfist að fara frá Ísrael. Qosai M A Odeh er fæddur í Palestínu en hefur verið búsettur á Íslandi frá árinu 1999 og er með íslenskan ríkisborgararétt. Hann hélt til Jerúsalem sunnudaginn 30. júlí til að heimsækja ættingja og vini. Með honum í för var frændi hans, Ingi Tamimi, sem er 17 ára. Honum var haldið í rúmar 13 klukkustundir við komuna til landsins og á þeim tíma fékk hann hvorki vott né þurrt og gættu öryggisverðir hans. Það var svo mánudaginn 31. júlí sem Qosai átti leið hjá bandaríska sendiráðinu í Jerúsalem. Þar fyrir utan hafi verið 30 til 40 manns að mótmæla stríðinu í Líbanon og hann ákveðið að taka þátt. Her og sérsveit lögreglu hafi komið á vettvang og fylgst með en síðan ráðist á mótmælendur. Sérsveitarmenn hafi ráðist á hann fyrst, sex eða sjö í einu, og barið og notað piparúða. Þeir hafi einnig lamið móður hans og aðra sem reyndu að stöðva lögreglu. Að lokum hafi Qosai og fimm aðrir verið handteknir. Færðir í fangelsi. Skipað að afklæaðs og leitað á þeim. Honum hafi svo verið haldið í fjórar klukkustundir án þess að fá vott eða þurrt. Hann hafi síðan verið settur í stofufangelsi í fimm dag. Qosai var síðan látinn laus á sunndaginn og þá bannað að koma nálægt sendiráði Bandaríkjanna í Jerúsalem í fimmtán daga. Eftir að Qosai var látinn laus gat hann fyrst haft samband við lögfræðing sem er að kanna framhald málsins fyrir hann. Honum hefur verið sagt að mál hans fari fyrir dóm og nánari upplýsingar berist síðar. Qosai segist ekki vita hvort honum sé bannað að fara frá Ísrael eins og stendur en telur það þó líklegt. Hann hafði ekki haft samband við íslenska utanríkisráðuneytið síðast þegar fréttastofa NFS ræddi við hann. Erlent Fréttir Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Sjá meira
Íslendingur af palestínskum ættum sat í stofufangelsi í Ísrael í fimm daga í síðustu viku. Hann tók þátt í mótmælum gegn stríðinu í Líbanon fyrir utan bandaríska sendiráðið í Jerúsalem og var þar beittur harðræði af lögreglu og síðan handtekinn. Mál hans kemur til frekari meðferðar og óvíst hvort honum leyfist að fara frá Ísrael. Qosai M A Odeh er fæddur í Palestínu en hefur verið búsettur á Íslandi frá árinu 1999 og er með íslenskan ríkisborgararétt. Hann hélt til Jerúsalem sunnudaginn 30. júlí til að heimsækja ættingja og vini. Með honum í för var frændi hans, Ingi Tamimi, sem er 17 ára. Honum var haldið í rúmar 13 klukkustundir við komuna til landsins og á þeim tíma fékk hann hvorki vott né þurrt og gættu öryggisverðir hans. Það var svo mánudaginn 31. júlí sem Qosai átti leið hjá bandaríska sendiráðinu í Jerúsalem. Þar fyrir utan hafi verið 30 til 40 manns að mótmæla stríðinu í Líbanon og hann ákveðið að taka þátt. Her og sérsveit lögreglu hafi komið á vettvang og fylgst með en síðan ráðist á mótmælendur. Sérsveitarmenn hafi ráðist á hann fyrst, sex eða sjö í einu, og barið og notað piparúða. Þeir hafi einnig lamið móður hans og aðra sem reyndu að stöðva lögreglu. Að lokum hafi Qosai og fimm aðrir verið handteknir. Færðir í fangelsi. Skipað að afklæaðs og leitað á þeim. Honum hafi svo verið haldið í fjórar klukkustundir án þess að fá vott eða þurrt. Hann hafi síðan verið settur í stofufangelsi í fimm dag. Qosai var síðan látinn laus á sunndaginn og þá bannað að koma nálægt sendiráði Bandaríkjanna í Jerúsalem í fimmtán daga. Eftir að Qosai var látinn laus gat hann fyrst haft samband við lögfræðing sem er að kanna framhald málsins fyrir hann. Honum hefur verið sagt að mál hans fari fyrir dóm og nánari upplýsingar berist síðar. Qosai segist ekki vita hvort honum sé bannað að fara frá Ísrael eins og stendur en telur það þó líklegt. Hann hafði ekki haft samband við íslenska utanríkisráðuneytið síðast þegar fréttastofa NFS ræddi við hann.
Erlent Fréttir Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Sjá meira