Nú stendur yfir Ástarvika í Bolungarvík en hún hófst á sunnudaginn 13. ágúst og lýkur á laugardaginn 19. ágúst. Í þessari viku svífur rómantíkin yfir vötnum í Bolungarvík og bæjarbúar geisla af ást og hamingju.
Meðal þess sem hægt er að gera í Ástarvikinni er að fara á eldheitt glernámskeið í kvöld.
Fjölskylduhátíð verður í Víkurbæ á fimmtudagskvöldið, þar verður tekið á móti nýja bæjarstjóranum Grími Atlasyni og fjölskyldu hans.
Á föstudagskvöld verður sjóðandi sundlaugarpartý fyrir ungu kynslóðina og ball með Sálinni hans Jóns míns fyrir þá sem eldri eru.
Hápunkturinn verður þó hugsanlega seiðandi sultugerðarnámskeið sem fram fer á laugardaginn en það sló eftirminnilega í gegn í fyrra.
Nánari upplýsingar um Ástarvikuna má finna á bolungarvik.is