Þjóðverjar lögðu Svía 3-0 16. ágúst 2006 21:06 Miroslav Klose hélt uppteknum hætti frá HM og skoraði tvö mörk fyrir Þjóðverja á Schalke Arena, en hann var fyrir leikinn sæmdur verðlaunum fyrir að vera valinn besti leikmaður síðustu leiktíðar í þýsku úrvalsdeildinni Fjöldi vináttulandsleikja í knattspyrnu var á dagskrá í kvöld. Þjóðverjar unnu góðan 3-0 sigur á Svíum með tveimur mörkum frá Miroslav Klose og einu frá Bernd Schneider. Þetta var fyrsti leikur nýja landsliðsþjálfarans Joachim Löw, sem þegar var kominn á milli tannana á þýsku pressunni fyrir leikinn. Þrátt fyrir að vera án flestra lykilmanna sinna úr vörninni síðan á HM, kom það ekki að sök og sigur Þjóðverja mjög öruggur í Gelsenkirchen í kvöld. Írar fengu þungan skell á heimavelli sínum þegar þeir tóku á móti Hollendingum í Dublin og töpuðu 4-0. Það var hinn ungi framherji Klaas Jan Huntelaar sem stal senunni í leiknum og skoraði tvö mörk í sínum fyrsta landsleik. Robin van Persie og Arjen Robben skoruðu sitt markið hvor. Þetta var versta tap Íra á heimavelli í fjóra áratugi. Þess má geta að Írar voru án fjölda lykilmanna í leiknum, þar á meðal þeirra Robbie Keane, Shay Given, Damien Duff, Richard Dunne og Ian Harte. Brasilíumenn mættu til Osló án sinna stærstu stjarna og náðu aðeins jafntefli við Norðmenn 1-1. Þetta var fyrsti leikur Brassa undir stjórn nýja landsliðsþjálfarans Dunga, en Norðmenn eru taplausir í síðustu fjórum leikjum sínum gegn Brasilíumönnum. Morten Gamst Pedersen skoraði mark Norðmanna í leiknum, en framherjinn Carvalho jafnaði fyrir Brasilíumenn. Norður-Írar, mótherjar okkar Íslendinga í undankeppni EM, unnu góðan sigur á Finnum í Helskinki 2-1. David Healy, leikmaður Leeds, skoraði fyrra mark írska liðsins í sínum 50. landsleik. Heimsmeistarar Ítala fengu óvæntan skell á heimavelli þegar þeir töpuðu 2-0 fyrir Króötum, en ítalska liðið var byggt upp á leikmönnum sem fengu ekki tækifæri á HM í sumar. Þá má loks geta þess að Guus Hiddink byrjaði feril sinn vel sem landsliðsþjálfari Rússa þegar lið hans lagði Letta 1-0, Danir lögðu Pólverja 2-0, Tékkar lágu 3-1 heima fyrir Serbum í kveðjuleik Pavel Nedved og Frakkar lögðu Bosníumenn 2-1 á útivelli. Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Í beinni: Barcelona - Mallorca | Geta náð sjö stiga forskoti Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar ætla að jafna Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Í beinni: Valur - Haukar | Síðast unnu Haukar með 35 stigum Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Leik lokið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Falko áfram í Breiðholtinu Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo Sjá meira
Fjöldi vináttulandsleikja í knattspyrnu var á dagskrá í kvöld. Þjóðverjar unnu góðan 3-0 sigur á Svíum með tveimur mörkum frá Miroslav Klose og einu frá Bernd Schneider. Þetta var fyrsti leikur nýja landsliðsþjálfarans Joachim Löw, sem þegar var kominn á milli tannana á þýsku pressunni fyrir leikinn. Þrátt fyrir að vera án flestra lykilmanna sinna úr vörninni síðan á HM, kom það ekki að sök og sigur Þjóðverja mjög öruggur í Gelsenkirchen í kvöld. Írar fengu þungan skell á heimavelli sínum þegar þeir tóku á móti Hollendingum í Dublin og töpuðu 4-0. Það var hinn ungi framherji Klaas Jan Huntelaar sem stal senunni í leiknum og skoraði tvö mörk í sínum fyrsta landsleik. Robin van Persie og Arjen Robben skoruðu sitt markið hvor. Þetta var versta tap Íra á heimavelli í fjóra áratugi. Þess má geta að Írar voru án fjölda lykilmanna í leiknum, þar á meðal þeirra Robbie Keane, Shay Given, Damien Duff, Richard Dunne og Ian Harte. Brasilíumenn mættu til Osló án sinna stærstu stjarna og náðu aðeins jafntefli við Norðmenn 1-1. Þetta var fyrsti leikur Brassa undir stjórn nýja landsliðsþjálfarans Dunga, en Norðmenn eru taplausir í síðustu fjórum leikjum sínum gegn Brasilíumönnum. Morten Gamst Pedersen skoraði mark Norðmanna í leiknum, en framherjinn Carvalho jafnaði fyrir Brasilíumenn. Norður-Írar, mótherjar okkar Íslendinga í undankeppni EM, unnu góðan sigur á Finnum í Helskinki 2-1. David Healy, leikmaður Leeds, skoraði fyrra mark írska liðsins í sínum 50. landsleik. Heimsmeistarar Ítala fengu óvæntan skell á heimavelli þegar þeir töpuðu 2-0 fyrir Króötum, en ítalska liðið var byggt upp á leikmönnum sem fengu ekki tækifæri á HM í sumar. Þá má loks geta þess að Guus Hiddink byrjaði feril sinn vel sem landsliðsþjálfari Rússa þegar lið hans lagði Letta 1-0, Danir lögðu Pólverja 2-0, Tékkar lágu 3-1 heima fyrir Serbum í kveðjuleik Pavel Nedved og Frakkar lögðu Bosníumenn 2-1 á útivelli.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Í beinni: Barcelona - Mallorca | Geta náð sjö stiga forskoti Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar ætla að jafna Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Í beinni: Valur - Haukar | Síðast unnu Haukar með 35 stigum Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Leik lokið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Falko áfram í Breiðholtinu Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo Sjá meira