Ármann Smári semur við Brann

Norska liðið Brann hefur komist að samkomulagi við Íslandsmeistara FH um kaup á varnarmanninum Ármanni Smára Björnssyni og því líklegt að hann spili sinn síðasta leik fyrir FH gegn Breiðablik um næstu helgi. Ármann hefur gert þriggja ára samning við Brann, en hann hefur spilað mjög vel fyrir Íslandsmeistarana í sumar.