Enn er óvíst hvort markahæsti leikmaður Landsbankadeildar karla í
knattspyrnu, Marel Baldvinsson í Breiðablik, gangi í raðir norska liðsins
Molde. Hann gekkst nú síðdegis undir læknisskoðun hjá norska félaginu. Í
kjölfarið skrifaði hann svo undir tveggja og hálfsárs samning en er þessa
stundina í flugvél á leið aftur heim til Íslands.
Marel sagði í samtali viðíþróttadeild NFS nú síðdegis að læknisskoðunin hefði gengið vel. Læknar félagsins hefðu verið ánægðir með útkomuna úr skoðuninni sjálfri en bíða nú eftir niðustöðu úr segulómskoðun á hné Marels sem er illa farið eftir þrálát meiðsli. Breiðablik og Molde hafa komist að samkomulagi um kaupverð á Marel sem ef að líkum lætur leikur sinn síðasta leik með Breiðablik gegn FH á sunnudaginn.