Lífið kallar 24. ágúst 2006 15:30 Bandaríska sópransöngkonan Barbara Bonney kemur fram með hljómsveitinni undir stjórn aðalhljómsveitarstjóra hennar, Rumon Gamba og syngur fimm sönglög eftir Grieg. FL-Group og Sinfóníuhljómsveit Íslands, efna til styrktartónleika þann 9. september næstkomandi í Háskólabíói. Ágóði tónleikanna ásamt söfnunarfé mun renna til átaksverkefnis Barna- og unglingageðdeildar Landsspítalans Háskólasjúkrahúss, "Lífið kallar" en markmið þess er að styrkja fjölskyldur barna og unglinga sem eiga við andlega erfiðleika að etja. Sérstök áhersla verður lögð á aðstoð við mótun nýrrar lífssýnar í bráðameðferð og ekki síst að henni lokinni, þar sem inntakið er lífsgleði. FL Group hefur markað þá stefnu að styðja verkefni er lúta að mannúð og menningu. Fyrr á þessu ári gerðu FL Group og Sinfóníuhljómsveit Íslands með sér samstarfssamning til næstu fjögurra ára og er þar um veglegt framlag að ræða til menningar. Einn þáttur samstarfsins eru árlegir styrktartónleikar og þeir fyrstu verða helgaðir verkefninu "Lífið kallar." "FL Group hefur að þessu sinni ákveðið að leggja málefnum barna og unglinga sérstakt lið. Framtíð lands og þjóðar verður í höndum þeirra barna og unglinga sem nú alast upp. Því ber okkur skylda að huga að velferð þeirra og veita þeim stuðning til að njóta hæfileika sinna á sem flestum sviðum. Það er því mjög ánægjulegt að fyrstu styrktartónleikarnir séu haldnir til að styðja með markvissum hætti verkefnið "Lífið kallar". Það er von okkar að sem flestir landsmenn sjái sér fært að leggja þessu góða málefni lið", segir Smári S. Sigurðsson, stjórnarmaður í FL Group, sem hefur unnið að undirbúningi styrktartónleikana fyrir hönd félagsins. Sinfóníuhljómsveit Íslands fagnar því einnig að geta látið meira til sín taka í samfélaginu og nú á þann hátt að leggja jafn brýnu málefni lið. Á tónleikunum, sem hefjast klukkan 17.00 laugardaginn 9. september, mun bandaríska sópransöngkonan Barbara Bonney koma fram með hljómsveitinni undir stjórn aðalhljómsveitarstjóra hennar, Rumon Gamba og syngja fimm sönglög eftir Grieg. Á efnisskránni verða einnig Roman Carnival eftir Hector Berlioz og ævintýrið um Scheherazade eftir Nicolai Rimsky-Korsakov. Barbara Bonney er í hópi eftirsóttustu söngkvenna heimsins og koma hennar hingað til lands er hvalreki á fjörur tónlistarunnenda og glæsileg byrjun á starfsárinu. Verði aðgöngumiða er stillt í hóf en þeim sem ekki eiga heimangengt á umræddum degi er bent á að þeir geta lagt málefninu lið með frjálsum framlögum inn á bankareikning: 0101-26-600600, kt 601273-0129 Miðasala hefst fimmtudaginn 24. ágúst á vef Sinfóníuhljómsveitar Ísands: sinfonia.is Lífið Menning Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Fleiri fréttir Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Sjá meira
FL-Group og Sinfóníuhljómsveit Íslands, efna til styrktartónleika þann 9. september næstkomandi í Háskólabíói. Ágóði tónleikanna ásamt söfnunarfé mun renna til átaksverkefnis Barna- og unglingageðdeildar Landsspítalans Háskólasjúkrahúss, "Lífið kallar" en markmið þess er að styrkja fjölskyldur barna og unglinga sem eiga við andlega erfiðleika að etja. Sérstök áhersla verður lögð á aðstoð við mótun nýrrar lífssýnar í bráðameðferð og ekki síst að henni lokinni, þar sem inntakið er lífsgleði. FL Group hefur markað þá stefnu að styðja verkefni er lúta að mannúð og menningu. Fyrr á þessu ári gerðu FL Group og Sinfóníuhljómsveit Íslands með sér samstarfssamning til næstu fjögurra ára og er þar um veglegt framlag að ræða til menningar. Einn þáttur samstarfsins eru árlegir styrktartónleikar og þeir fyrstu verða helgaðir verkefninu "Lífið kallar." "FL Group hefur að þessu sinni ákveðið að leggja málefnum barna og unglinga sérstakt lið. Framtíð lands og þjóðar verður í höndum þeirra barna og unglinga sem nú alast upp. Því ber okkur skylda að huga að velferð þeirra og veita þeim stuðning til að njóta hæfileika sinna á sem flestum sviðum. Það er því mjög ánægjulegt að fyrstu styrktartónleikarnir séu haldnir til að styðja með markvissum hætti verkefnið "Lífið kallar". Það er von okkar að sem flestir landsmenn sjái sér fært að leggja þessu góða málefni lið", segir Smári S. Sigurðsson, stjórnarmaður í FL Group, sem hefur unnið að undirbúningi styrktartónleikana fyrir hönd félagsins. Sinfóníuhljómsveit Íslands fagnar því einnig að geta látið meira til sín taka í samfélaginu og nú á þann hátt að leggja jafn brýnu málefni lið. Á tónleikunum, sem hefjast klukkan 17.00 laugardaginn 9. september, mun bandaríska sópransöngkonan Barbara Bonney koma fram með hljómsveitinni undir stjórn aðalhljómsveitarstjóra hennar, Rumon Gamba og syngja fimm sönglög eftir Grieg. Á efnisskránni verða einnig Roman Carnival eftir Hector Berlioz og ævintýrið um Scheherazade eftir Nicolai Rimsky-Korsakov. Barbara Bonney er í hópi eftirsóttustu söngkvenna heimsins og koma hennar hingað til lands er hvalreki á fjörur tónlistarunnenda og glæsileg byrjun á starfsárinu. Verði aðgöngumiða er stillt í hóf en þeim sem ekki eiga heimangengt á umræddum degi er bent á að þeir geta lagt málefninu lið með frjálsum framlögum inn á bankareikning: 0101-26-600600, kt 601273-0129 Miðasala hefst fimmtudaginn 24. ágúst á vef Sinfóníuhljómsveitar Ísands: sinfonia.is
Lífið Menning Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Fleiri fréttir Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Sjá meira