VG vill að Alþingi komi saman 25. ágúst 2006 11:20 MYND/Vilhelm Þingflokkur Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs krefst þess að bæði fyrrverandi og núverandi iðnaðarráðherrar geri hreint fyrir sínum dyrum og að Alþingi verði kallað saman ef með þarf vegna nýframkominna upplýsinga varðandi áhættu vegna Kárahnjúkavirkjunarþeirra. Þá hefur þingflokkur Frjálslynda flokksins farið fram á að iðnaðarnefnd alþingis verði kölluð saman í upphafi næstu viku til að fjalla um málið. Þingflokkur VG segir í yfirlýsingu sinni að nú liggi fyrir að greinargerð Gríms Björnssonar jarðeðlisfræðings, um Kárahnjúkavirkjun, frá í febrúar 2002, hafi verið haldið leyndri fyrir alþingismönnum á þeim tíma sem ákvörðun um framkvæmdina var til meðferðar á Alþingi. Orkumálastjóri og iðnaðarráðherra virðast hafa ákveðið að greinargerðin skyldi fara leynt. Ekki verði annað séð en stjórnvöld hafi þannig vísvitandi leynt Alþingi mikilvægum upplýsingum um fyrirhugaðar framkvæmdir við Kárahnjúka. Greinargerðin varði þætti sem þingmenn ræddu ítarlega á þessum tíma, jafnt rekstrarhagkvæmni framkvæmdarinnar sem og grafalvarleg öryggisatriði virkjunarinnar. "Það er afdráttarlaus krafa þingflokks Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs að bæði fyrrverandi og núverandi iðnaðarráðherrar geri hreint fyrir sínum dyrum og að Alþingi verði kallað saman ef með þarf," segir í yfirlýsingu VG. Þá hefur þingflokkur Frjálslynda flokksins farið fram á að iðnaðarnefnd verði kölluð saman í upphafi næstu viku til að fjalla um nýframkomnar upplýsingar varðandi áhættu vegna Kárahnjúkavirkjunar, þar sem jarðfræðilegar aðstæður á svæðinu virðast ekki vera jafn traustar og fyrri upplýsingar til Alþingis höfðu gefið til kynna. "Iðnaðarnefnd fái á sinn fund óháða sérfræðinga til að meta þessar upplýsingar og hvort fresta beri fyllingu Hálslóns þar til fullnaðarúttekt hefur verið framkvæmd á svæðinu," segir í yfirlýsingu Frjálslynda flokksins. Fréttir Frjálslyndi flokkurinn Innlent Stj.mál Umhverfismál Vinstri græn Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Þingflokkur Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs krefst þess að bæði fyrrverandi og núverandi iðnaðarráðherrar geri hreint fyrir sínum dyrum og að Alþingi verði kallað saman ef með þarf vegna nýframkominna upplýsinga varðandi áhættu vegna Kárahnjúkavirkjunarþeirra. Þá hefur þingflokkur Frjálslynda flokksins farið fram á að iðnaðarnefnd alþingis verði kölluð saman í upphafi næstu viku til að fjalla um málið. Þingflokkur VG segir í yfirlýsingu sinni að nú liggi fyrir að greinargerð Gríms Björnssonar jarðeðlisfræðings, um Kárahnjúkavirkjun, frá í febrúar 2002, hafi verið haldið leyndri fyrir alþingismönnum á þeim tíma sem ákvörðun um framkvæmdina var til meðferðar á Alþingi. Orkumálastjóri og iðnaðarráðherra virðast hafa ákveðið að greinargerðin skyldi fara leynt. Ekki verði annað séð en stjórnvöld hafi þannig vísvitandi leynt Alþingi mikilvægum upplýsingum um fyrirhugaðar framkvæmdir við Kárahnjúka. Greinargerðin varði þætti sem þingmenn ræddu ítarlega á þessum tíma, jafnt rekstrarhagkvæmni framkvæmdarinnar sem og grafalvarleg öryggisatriði virkjunarinnar. "Það er afdráttarlaus krafa þingflokks Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs að bæði fyrrverandi og núverandi iðnaðarráðherrar geri hreint fyrir sínum dyrum og að Alþingi verði kallað saman ef með þarf," segir í yfirlýsingu VG. Þá hefur þingflokkur Frjálslynda flokksins farið fram á að iðnaðarnefnd verði kölluð saman í upphafi næstu viku til að fjalla um nýframkomnar upplýsingar varðandi áhættu vegna Kárahnjúkavirkjunar, þar sem jarðfræðilegar aðstæður á svæðinu virðast ekki vera jafn traustar og fyrri upplýsingar til Alþingis höfðu gefið til kynna. "Iðnaðarnefnd fái á sinn fund óháða sérfræðinga til að meta þessar upplýsingar og hvort fresta beri fyllingu Hálslóns þar til fullnaðarúttekt hefur verið framkvæmd á svæðinu," segir í yfirlýsingu Frjálslynda flokksins.
Fréttir Frjálslyndi flokkurinn Innlent Stj.mál Umhverfismál Vinstri græn Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira