Sevilla leiðir í hálfleik

Andalúsíumennirnir í Sevilla eru heldur betur búnir að koma Katalóníumönnunum í Barcelona í opna skjöldu í leik liðanna um Ofurbikarinn sem nú stendur yfir í Mónakó. Sevilla hefur yfir 2-0 þegar flautað hefur verið til hálfleiks, en þeir Renato (7.) og Freddie Kanoute (45.) skoruðu mörk Sevilla. Leikurinn er sýndur beint á Sýn.