Viðskipti erlent

Hlutabréf lækkuðu í Japan

Frá hlutabréfamarkaði í Japan
Frá hlutabréfamarkaði í Japan Mynd/AP
Gengi hlutabréfa lækkaði um rúmt prósent í kauphöllinni í Tókýó í Japan í dag. Þetta er fjórða lækkunin á jafn mörgum dögum og hefur hlutabréfavísitalan ekki verið lægri í landinu í hálfan mánuð.

Nikkei-225 hlutabréfavísitalan lækkaði um 1,10 prósent eða 175,07 punkta og endaði í 15.762,59 stigum, en það er lægsta gildi vísitölunnar síðan 11. ágúst síðastliðinn.

Lækkunin varð mest hjá bílaframleiðendum og í fjármálafyrirtækjum og leiddi það lækkun vísitölunnar.

Fréttastofan Associated Press segir japanska fjárfesta halda að sér höndum áður en upplýsingar um atvinnuleysi í landinu verða birtar á morgun. Þá munu margir bíða þess að upplýsingar um framleiðslu verði birtar á fimmtudag.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×