KR í úrslitaleikinn

Það verða KR og Keflavík sem leika til úrslita í Visabikarnum í knattspyrnu, en KR-ingar lögðu Þrótt 1-0 í framlengdum undanúrslitaleik á Laugardalsvelli í kvöld. Það var Skúli Friðgeirsson sem skoraði sigurmark KR þegar skammt var eftir af fyrri hálfleik framlengingarinnar. Hvorugt liðið bauð upp á nein glæsitilþrif í leiknum í kvöld, en úrvalsdeildarliðið stóð uppi sem sigurvegari í lokin.