Hald var lagt á um 70 kannabisplöntur við húsleit í Kópavogi í gærkvöld, en um var að ræða sameiginlegt fíkniefnaeftirliti lögreglunnar í Kópavogi og Hafnarfirði. Einn var handtekinn í tengslum við málið og yfirheyrður en honum hefur nú verið sleppt að sögn lögreglunnar í Kópavogi. Rannsókn málsins stendur enn yfir.
70 kannabisplöntur fundust við húsleit í Kópavogi
