Viðskipti erlent

Atvinnuleysi minnkar á evrusvæðinu

Fáni Evrópusambandsins.
Fáni Evrópusambandsins.

Atvinnuleysi mældist 7,8 prósent í aðildarríkjum myntbandalags Evrópusambandsins (ESB) í júlí, samkvæmt útreikningum Eurostat, hagstofu ESB. Þetta er 0,8 prósentustiga samdráttur á milli mánaða. Á sama tíma mældist 8,0 prósenta atvinnuleysi innan aðildarríkja ESB og helst það óbreytt á milli mánaða. Á sama tíma fyrir ári mældist hins vegar 8,7 prósenta atvinnuleysi í aðildarríkjum ESB.

Minnsta atvinnuleysið í júlí mældist í Hollandi eða 3,9 prósent en það hæsta í Póllandi eða 15 prósent.

Samkvæmt útreikningum Eurostat voru 11,5 milljónir manna án atvinnu á evrusvæðinu en 17,4 milljónir manna án atvinnu innan aðildarríkja ESB í mánuðinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×