Ísland yfir 3-0 í hálfleik

Íslenska landsliðið hefur yfir 3-0 gegn Norður-Írum á Windsor Park í Belfast þegar flautað hefur verið til hálfleiks. Gunnar Heiðar Þorvaldsson, Hermann Hreiðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen skoruðu mörk íslenska liðsins, sem er sannarlega í vænlegri stöðu. Það eina sem skyggir á frábæran árangur liðsins er að Kári Árnason þurfti að fara meiddur af velli í fyrri hálfleiknum en í hans stað er Helgi Valur Daníelsson kominn inn í íslenska liðið.